Hrafnarnir fylgjast áhugasamir með framgöngu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og annarra frelsisblysa ríkisstjórnarinnar þegar kemur að baráttunni gegn verðbólgu. Þannig biðlaði Katrín til atvinnulífsins að gæta hófs þegar kæmi að arðgreiðslum.
Hrafnarnir sjá ekki í fljótu bragði hvaða áhrif það hefur á verðbólgu að fyrirtæki greiði til eigenda sinna arð af hagnaði fjárfestingarinnar. Reyndar hefur það löngum verið talið viturlegt að fjárfesta sparnað sinn í félögum sem greiða út arð á verðbólgutímum. Það er að minnsta kosti skárra en að vera með sparnaðinn á neikvæðum raunvöxtum á innlánsreikningum vegna skatta og verðbólgu.
Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 9. mars 2023.