Það er gömul (hag)saga og ný að íslensk efnahagsmál einkennast af miklum sveiflum. Í þetta skipti hafa Íslendingar þó ekki verið einir á báti heldur hafa verið miklar og örar sveiflur víða. Aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldrinum urðu til þess að neysluhegðun einstaklinga breyttist á einni nóttu. Hagkerfi heimsins lögðust í lamasess, neysla minnkaði og sparnaður heimilanna jókst mikið. Þegar öllum takmörkunum var svo aflétt gat fólk sótt allskyns þjónustu og afþreyingu á ný, með meira á milli handanna en áður. Miklum sveiflum fylgja oft eftirköst og samhliða kröftugum vexti einkaneyslu varð mikil verðbólga á heimsvísu vegna framboðsskorts í kjölfar heimsfaraldurs og innrásarinnar í Úkraínu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði