Stærsti jólatengdi viðburður þessarar aðventu fer fram í sal Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi í kvöld. Um er að ræða aðventustund með Kristrúnu Frostadóttur og á Samfylkingin veg og vanda að uppákomunni. Eins og fram kemur í auglýsingu um viðburðinn ætlar Kristrún að skoða grunngildi jafnaðarfólks í tengslum við boðskap jólanna.

Það er fátt sem kemur hröfnunum í meira jólaskap en einmitt að velta fyrir sér kostum og göllum hins blandaða hagkerfis út frá inntaki jólaguðspjallsins og stighækkandi skattlagningar samhliða upprisu ljóssins eftir vetrarsólhvörf.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 15. desember 2022.