Hag­stofa Ís­lands hefur birt nýjar tölur um á­fengis­neyslu á Ís­landi fyrir 2023. Þrátt fyrir „aukið að­gengi“ – sem líkt hefur verið við flóð­bylgju með fleiri út­sölu­stöðum ÁTVR og nýjum net­verslunum – þá hefur á­fengis­neysla dregist saman um 4%.

Leið­rétt fyrir fjölgun ferða­manna er sam­drátturinn 20%! Það er vissu­lega merki­leg frétt, þó að stjórn­lyndir sér­fræðingar virðist ekki alveg ná utan um hvað sé í raun að gerast.

Stjórn­völd verða fljót að hlaupa í sviðs­ljósið og taka heiðurinn og keppast við að segja að minni neysla sé þeim að þakka, sem er auð­vitað jafn gáfu­legt og að þakka niður­fallinu fyrir að það rigni ekki.

Stað­reyndin er sú að á­fengis­neysla er marg­þætt sam­fé­lags­mál og hún hefur meira með menninguna, sam­fé­lags­breytingar, kaup­mátt og aukna með­vitund að gera en það hvort það séu ríkis­starfs­menn eða einka­aðilar sem af­henda á­fengið.

Kannski er kominn tími til að viður­kenna að ein­stak­lingurinn hafi í raun eitt­hvað að segja um eigin lífs­stíl? Sam­dráttur í á­fengis­neyslu tengist sam­fé­lags­breytingum - ekki því hvort vín­búðin er rekin af hinu opin­bera eða ekki.

Ef á­hugi er til staðar fyrir dýpri um­fjöllun má benda á þá stað­reynd að á­fengis­sala á Ís­landi er eitt en á­fengis­neysla Ís­lendinga er annað. Af þeim or­sökum er hér leið­rétt fyrir fjölda er­lendra ferða­manna.