Týr er þeirrar skoðunar að Þórunn Sveinbjarnardóttir sé meðal mikilvægustu Íslendinga samtímans og að sama skapi mikilvæg vísbending að Ísland sé fámennt land.

Þórunn er sem kunnugt er formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sem slík kom hún því gegn í vikunni að nefndin myndi ráðast í frumkvæðisathugun vegna þeirrar óvissu sem er sögð ríkja um sölu netverslana á áfengi hér á landi.

Reyndar er óvissan engin. Það er heimilt að selja áfengi með netverslun hér á landi rétt eins og annars staðar á hinum sameiginlega evrópska markaði. En það fer auðvitað í taugarnar á Framsóknarmönnum allra flokka að einhver annar en Ívar Arndal og aðrir handvaldir flokksgæðingar geti haft lífsviðurværi af slíkri sölu. Væntanlega eru þeir tilbúnir að reka sína baráttu undir slagorðinu;: Áfengislaust Internet 2025.

En það sem Týr skilur ekki er hvað Þórunn telur að þurfi að athuga. Hún hefur nefnilega nú þegar myndað sér skoðun á málinu. Hún hefur sagt á Alþingi að slík sala sé ólögleg. Hún er búin að gefa sér niðurstöðuna fyrir fram.

Í ræðu á Alþingi þann 17. maí sagði Þórunn:

Týr er þeirrar skoðunar að Þórunn Sveinbjarnardóttir sé meðal mikilvægustu Íslendinga samtímans og að sama skapi mikilvæg vísbending að Ísland sé fámennt land.

Þórunn er sem kunnugt er formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sem slík kom hún því gegn í vikunni að nefndin myndi ráðast í frumkvæðisathugun vegna þeirrar óvissu sem er sögð ríkja um sölu netverslana á áfengi hér á landi.

Reyndar er óvissan engin. Það er heimilt að selja áfengi með netverslun hér á landi rétt eins og annars staðar á hinum sameiginlega evrópska markaði. En það fer auðvitað í taugarnar á Framsóknarmönnum allra flokka að einhver annar en Ívar Arndal og aðrir handvaldir flokksgæðingar geti haft lífsviðurværi af slíkri sölu. Væntanlega eru þeir tilbúnir að reka sína baráttu undir slagorðinu;: Áfengislaust Internet 2025.

En það sem Týr skilur ekki er hvað Þórunn telur að þurfi að athuga. Hún hefur nefnilega nú þegar myndað sér skoðun á málinu. Hún hefur sagt á Alþingi að slík sala sé ólögleg. Hún er búin að gefa sér niðurstöðuna fyrir fram.

Í ræðu á Alþingi þann 17. maí sagði Þórunn:

„Hæstv. forseti. Mig langar til að gera að umtalsefni hér í dag ólöglega netsölu áfengis sem hefur fengið að viðgangast á Íslandi árum saman vegna athafnaleysis þeirra sem bera ábyrgð á því að halda lög og reglu í landinu.“

Spor sem hræða

Það er ekki laust við að nafnið McCarthy komi upp í huga Týs við að lesa þessa ræðuorð Þórunnar. Er hann þarna að tala um Jósep en ekki Mick fyrrum knattspyrnustjóra Sunderland og Úlfana. Það er nefnilega ansi sérstakt að nefndarformaður á Alþingi sé að boða athugun á máli sem hann er búinn að gefa sér niðurstöðuna í.

Finnist mönnum það ógeðfellt og þá batnar ekki bragðið í munninum við að lesa fregnir um það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi sigað lögregluna á netverslanir með áfengi. Það gerir hann í krafti einhvers lögfræðiálits sem deildar meiningar eru um. Týr minnir á að stórar verslunarkeðjur – Costco, Hagkaup og Heimkaup – selja nú þegar áfengi gegnum netverslanir eða hyggjast bjóða upp á slíka þjónustu fljótlega. Halda menn að engin lögfræðiálit önnur en frá einhverjum Framsóknarlögfræðingum liggi að baki þeim ákvörðunum. Týr minnir á að þetta eru allt skráð félög sem starfa í anda sjálfbærni og sáttar við umhverfið og taka því ekki óskynsamlega áhættu í þessum efnum.

Áfengislaust Internet

Þó svo að Týr hafi bannað börnum sínum að fara á Internetið meðan áfengi er haft þar um hönd gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur ekki valdboð yfir öðru fólki. Þetta upphlaup Framsóknarmanna allra flokka er fyrst og fremst hjákátlegt. Segjum sem svo að Alþingi myndi taka af öll tvímæli um bann við sölu áfengis á Netinu í dag þá myndi fólk eftir sem áður geta keypt sér vodkaflösku og bjór gegnum netið meðan það sækir klósettpappírinn í Costco.

Að mörgu leyti minnir þetta mál á þegar Ríkismiðillinn sagði í fyrstu frétt einhvern tíma á tíunda áratugnum að klámfengt efni væri aðgengilegt á Internetinu. Þóttu þetta mikil tíðindi og var efnt til utandagskrárumræðu um málið daginn eftir að fréttinn var flutt. Þar lagði Anna Ólafsdóttir Björnsson þingmaður Kvennalistans til að Internetinu yrði lokað meðan þingið rannsakaði þessar fullyrðingar.

Síðan þá hefur furðu lítið breyst hér á landi.

Týr er einn af ritstjórnarpistlum Viðskiptablaðsins.