Fátt er hvimleiðara en að vera farþegi í bíl og kippast stöðugt til í sætinu vegna þess að bílstjórinn er ýmist að botnstíga bensíngjöfina eða bremsuna.
Það kann heldur ekki góðri lukku að keyra þannig áfram heilt þjóðfélag. Einhvern veginn er það samt lagið eða ólagið sem við höfum á þjóðarbúskapnum.
Það segir sína sögu að stýrivextir Seðlabankans hafa á skömmum tíma farið úr því að vera lægri en áður voru dæmi um hér á landi – í að fara nánast upp í tveggja stafa tölu. Eflaust eru margar ólíkar ástæður fyrir því, eftirköst heimsfaraldursins, launaskrið, stríðið í Úkraínu, náttúruhamfarir og svo mætti lengi telja. Af því þurfum við að læra
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði