Uppi varð fótur og fit á þriðjudagsmorgun þegar helstu vefir stjórnsýslunnar lágu niðri. Hrafnarnir héldu ró sinni enda töldu þeir einsýnt að skýringin væri að vefirnir hefðu ekki þolað álagið sem fylgdi innsendingu á nýjustu skriflegum fyrirspurnum Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata til ráðherra.

En rétt eins og Ari litli þá er Björn Leví óþreytandi að spyrja ráðherra um allt milli himins og jarðar – allt frá því hversu margir Íslendingar voru bitnir af hundum á árunum 2014-2018 og hvert raunverulegt nafn höfuðborgar Íslands sé. En það reyndist ekki rétt. Um var að ræða svokallaða álagsárás (e. DDoS) rússneskra rafíþróttamanna á vef Alþingis og annarra stofnana hins opinbera vegna leiðtogafundarins.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 17. maí.