Hrafnarnir hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra fyrir skýra framsetningu á fjárlögum.
Hrafnarnir hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra fyrir skýra framsetningu á fjárlögum.
Það er mikil breyting frá fyrri árum þegar menn þurftu að grafa sig djúpt inn í frumvarpið til þess að átta sig á umfangi hallarekstursins. En það er ekki ástæða til að hrósa öllu því sem Sigurður Ingi sagði á kynningunni. Morgunblaðið hafði eftir fjármálaráðherranum að niðurskurður í ríkisrekstrinum væri óskynsamlegur þar sem hann myndi leiða til mikils atvinnuleysis. Þarna ýjar Sigurður Ingi að því að ef ríkið skæri niður og segði upp opinberum starfsmönnum væri ákaflega ólíklegt að það myndi finna sér störf á hinum almenna markaði. Sú skoðun vekur upp áleitnar spurningar.
Ekki þykir hröfnunum þetta góðar tvíbökur. Ríkisstjórnin hefur aukið útgjöld varanlega um meira en 500 milljarða frá árinu 2017 og á sama tíma hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað mun meira en á hinum almenna markaði. Þetta útgjaldaaustur kallar hreinlega á niðurskurð enda er nauðsynlegt að draga úr ruðningsáhrifum ríkisrekstrarins á önnur svið efnahagslífsins.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.