Það vekur athygli Týs hversu atkvæðalítill nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að vera. Guðrún Hafsteinsdóttir lagði mikla áherslu á mikilvægi reynslu sinnar úr atvinnulífinu þegar hún bauð sig fram til formanns flokksins í febrúar. Lítið heyrist í Guðrúnu þó svo að ríkisstjórnin ætli að keyra í gegn tvö frumvörp sem munu annars vegar grafa undan verðmætasköpun í landinu og hins vegar vega að sjálfbærni ríkisfjármála.

Einhvern tíma hefði leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins séð sóknartækifæri í slíkri stöðu. Því er ekki að skipta hjá Guðrúnu sem sumir eru farnir að uppnefna Vanilla Hafsteinsdóttir, en það er önnur saga.

***

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði