Árið hófst með miklum krafti þegar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði að landsmenn allir ættu að búa sig undir að lenda annaðhvort í sóttkví eða einangrun á næstu vikum.

Það segir kannski meira en mörg orð um ástand mála á þessum tíma að þessi ótrúlegu ummæli vöktu ekkert sérstaklega mikla athygli. Það er að segja að fullyrðing eins fulltrúa almannavarnayfirvalda um að allir Íslendingar mættu eiga von á því að lenda í stofufangelsi vegna sóttvarnaaðgerða á næstu vikum varð ekki til þess að fjölmiðlar leituðu álits stjórnmálamanna á því hvort þetta kallaði á að baráttan gegn faraldrinum yrði endurhugsuð.Árið hófst með miklum krafti þegar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði að landsmenn allir ættu að búa sig undir að lenda annaðhvort í sóttkví eða einangrun á næstu vikum.
Það segir kannski meira en mörg orð um ástand mála á þessum tíma að þessi ótrúlegu ummæli vöktu ekkert sérstaklega mikla athygli. Það er að segja að fullyrðing eins fulltrúa almannavarnayfirvalda um að allir Íslendingar mættu eiga von á því að lenda í stofufangelsi vegna sóttvarnaaðgerða á næstu vikum varð ekki til þess að

Hin brellna og brögðótta veira fór sem eldur um sinu á sama tíma og meirihluti landsmanna var margbólusettur. Þrátt fyrir að vera einkennalausir af þessu væga dugði bólusetningin ekki gegn almennri geðshræringu. Jarðvegurinn var því frjór fyrir hertari sóttvarnaaðgerðir í janúar.

Fleiri en tíu var meinað að koma saman og börum lokað ásamt fleiri takmörkunum. Jafnframt lagði sóttvarnalæknir til að stjórnvöld skoðuðu þann möguleika að grípa til allsherjar útgöngubanns í von um að afstýra hinni miklu vá sem steðjaði að landsmönnum og heilbrigðiskerfinu. Stjórnvöld ákváðu að ganga ekki svo langt í þetta sinn. Á sama tíma lýsti svo Víðir yfirlögregluþjónn því yfir að öll gagnrýni á stefnu almannavarnayfirvalda væri marklaus og hvatti svo landsmenn til að sitja kjurra og ferðast eingöngu í huganum.

Það var ekki langt liðið á janúarmánuð þegar það fór að renna upp fyrir fólki að aðgerðirnar voru í engu samræmi við vandamálið. Síðan liðu nokkrar vikur og öllum sóttvarnaaðgerðum var aflétt. Lýðveldissagan hélt óskorin áfram eftir tveggja ára útúrdúr vegna heimsfaraldursins og innan fárra mánaða voru hefðbundnir fylgifiskar íslensks efnahagslífs – vaxtahækkanir, verðbólga, gengislækkanir og ókyrrð á vinnumarkaði aftur ráðandi umræðuefni í íslenskum fjölmiðlum.

Pistilinn birtist í heild í tímaritinu Áramótum, sem kom út fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.