Í apríl árið 2014 var ein rafmyntakauphöll með 70% allra viðskipta af bitcoin í heiminum. Sú kauphöll var hin japanska Mt. Gox, og var hún í þann mund að lýsa yfir gjaldþroti. Það kom í ljós að dregnir höfðu verið hundruð þúsunda bitcoin-a af veskjum kauphallarinna ólöglega, upphæð sem samsvaraði hundruðum milljóna dollara á þeim tíma, tugum milljarða dollara í dag. Aldrei kom almennileg skýring á þessum fjárdrætti og aðeins 200.000 bitcoin voru endurheimt árin á eftir.
Í apríl árið 2014 var ein rafmyntakauphöll með 70% allra viðskipta af bitcoin í heiminum. Sú kauphöll var hin japanska Mt. Gox, og var hún í þann mund að lýsa yfir gjaldþroti. Það kom í ljós að dregnir höfðu verið hundruð þúsunda bitcoin-a af veskjum kauphallarinna ólöglega, upphæð sem samsvaraði hundruðum milljóna dollara á þeim tíma, tugum milljarða dollara í dag. Aldrei kom almennileg skýring á þessum fjárdrætti og aðeins 200.000 bitcoin voru endurheimt árin á eftir.
Nú 10 árum seinna eru fyrrverandi viðskiptavini Mt. Gox, og kröfuhafar þrotabúsins loksins að sjá fyrir endann á sinni þolraun. Þessi 200,000 bitcoin eru nú orðin að 141.000 vegna rannsóknar og lögfræðikostnaðar yfir þann tíma, og samsvarar það yfir 9 milljörðum bandaríkjadala, eða 1.242 milljörðum íslenskra króna.
Mikil spenna hefur verið á mörkuðunum nýlega vegna yfirvofandi greiðslna til kröfuhafanna, og sást það best í 20% falli á verði bitcoin yfir síðustu vikur. Verstu spár gengu út á algjört verðfall þegar að greiðslurnar úr sjóðnum byrja, þar sem gert var ráð fyrir að allir kröfuhafar myndu selja samstundis, og svo gott sem á sama tíma.
Síðustu daga hefur borið þó til tíðinda, kröfuhafarnir eru raunverulega að fá sínar inneignir greiddar, og þó að aðeins sé um brot af upphaflegri inneign að ræða þá hefur verðgildi þeirra margfaldast. Stór hluti sjóðsins hefur verið færður á kauphallir sem sjá um útgreiðslurnar og vitnisburður kröfuhafa sýnir að greiðslurnar eru hafnar.
Það sem gerst hefur við þessar fréttir er svo hið gagnstæða við það sem allir bjuggust við, verðið hefur hækkað. Vilja margir reyndir menn meina að hér sé á ferðinni svokallað „sell the rumour - buy the news“, þar sem að stórir fjárfestar hafa byggt upp stöður á móti því sem er í væntum, og það veldur því að hið gagnstæða raungerist þegar þessar stöður eru gerðar upp.
Því lítur allt út fyrir að mikill úlfaldi hafi verið gerður úr þessari mýflugu, og stóra spurningin er hversu mikil leiðrétting muni eiga sér stað næstu vikurnar. Með hugsanlega lækkandi vaxtastigi, betri efnahagshorfum og jákvæðri reynslu af kauphallarsjóðum með rafmyntum, þá er óhætt að segja að næstu vikur líti alls ekki illa út.
Bitcoin virðist ætla að taka enn annan uppgangshringinn, og í þetta sinn hefur framtíðarsýnin breyst. Því nú er ekki lengur talað um bitcoin sem nýjan rafrænan gjaldmiðil, heldur öllu heldur sem verðmætaforða, fjárfestingu og stöðu gegn verðbólgu. Því allt bendir til að við séum að sjá gulli í fyrsta sinn í árþúsundir, vera hugsanlega skipt út, fyrir annan valkost.
Höfundur er stofnandi ismynt.is.