Borgartúnssvæðið hefur stundum verið kallað hið íslenska Wall Street af gárungum, enda fjöldi fjármálafyrirtækja sem hafast þar við. Týr er ósammála gárungunum og telur augljóst að Ármúlinn sé svar Íslendinga við Wall Street.
Hið minnsta verður Ármúlinn að teljast hjarta íslensk atvinnulífs. Má segja að í Ármúla finni fólk flest allt sem hugurinn girnist. Á næstu dögum bætist svo enn við flóru Ármúlans er leikskólinn Brákarborg hefur starfsemi í húsnæði að Ármúla 30, sem um árabil hýsti fjármálafyrirtæki.
***
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði