Ljósmyndir eru ómetanleg heimild þegar kemur að stórviðburðum í sögu þjóðarinnar. Nægir þar að hugsa til lýðveldishátíðar á Þingvöllum eða snjóflóðsins á Flateyri. Ef við ættum nú myndir frá Örlygsstaðabardaga, Njálsbrennu eða Skaftáreldum.

Mér er sérstaklega minnisstæð ljósmynd sem sýnir hrikaleg eldsumbrotin í hraunjaðrinum í eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973. Á myndinni stendur maður við húsið Tún, styður höndum á mjöðm og horfir framan í eldinn – hálffermdur pallbíll að baki hans. Það hrópar á mann hversu lítils megnug við erum gagnvart ógnarkröftum og hrikalegu sjónarspili náttúrunnar, en um leið ber myndin vott um æðruleysi og stillingu á ögurstundu. Minnir á ljósmyndina frægu af manni sem stóð „bara þar sem honum fannst hann ætti að standa“ og stöðvaði með því skriðdrekalest í uppreisninni í Ungverjalandi 1956.

Ljósmyndir frá eldgosinu í Eyjum geyma dýrmætar minningar og hjálpa okkur að setja okkur í spor eldri kynslóða. En þær gegna einnig hlutverki þegar kemur að ímynd og sögulegri geymd, hvort sem er á bókum, í kvikmyndum, markaðsefni eða á sýningunni í Eldheimum, sem er á heimsmælikvarða.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði