Hrafnarnir biðu spenntir eftir uppgjöri Landsbankans fyrir fyrsta ársfjórðung. Það var þó ekki afkoman sem hrafnarnir biðu spenntir eftir. Hún var að einhverju leyti fyrirsjáanleg.
Nei, það sem hrafnarnir biðu eftir var hvað Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri hefði að segja, ekki síst í ljósi umdeildra kaupa bankans á TM á fyrsta fjórðungi. Voru hrafnarnir að vonast eftir „framsýnni leiðsögn“, eins og það er stundum kallað á bankamáli, um hvernig bankastjórinn sér yfirtökuna þróast.
En ekki var stakt orð um það í fréttatilkynningunni sem fylgdi uppgjörinu. Hins vegar var töluverðu púðri eytt í umfjöllun um spjallmennið Ellí sem bankinn tók í notkun á fjórðungnum. Haft er eftir bankastjóranum „að viðskiptavinir nýti spjallið reglulega til að láta í ljós álit sitt á þjónustu bankans og samskiptum við starfsfólk“. Með öðrum orðum fá viðskiptavinir að tala við spjallmenni ef þeir vilja láta í ljós álit sitt á þjónustu bankans.
Í ljósi þessa ákváðu hrafnarnir að spyrja Ellí hvernig bankinn sæi fyrir sér að kaupin á TM myndu styrkja arðsemi bankans og rekstur. Ekki stóð á svari: „Þegar stórt er spurt. Ég er hreinlega ekki viss.“ Svarið kom hröfnunum ekki á óvart.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði