Fyrir nokkru birtist gagnrýni framkvæmdastjóra og lögfræðings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á frammistöðu Samkeppniseftirlitsins við afgreiðslu samrunamála um lítil afköst og hægagang sem einkenni störf þess. Svaraði lögfræðingur eftirlitsins og benti á að borin séu saman epli og appelsínur í tölfræði samrunamála. Nokkur gagnrýni hefur verið á tímalengd málsmeðferðar hjá eftirlitinu sem oft er talin tefja fyrir eða jafnvel hindra eðlileg viðskipti á markaði.

Það er ekki ætlun okkar að blandast í þessar umræður, heldur að skoða hvað má gera betur í málsmeðferð samrunamála.

Fyrirtækjum ber að tilkynna samruna sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum um samkeppni og jafnframt veita nánari upplýsingar um hann. Í lögunum er heimild til að ógilda samruna, telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni. Telja má að valdheimildir eftirlitsins séu þó nokkrar og afdráttarlausar í þessum málum.

Fyrir nokkru birtist gagnrýni framkvæmdastjóra og lögfræðings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á frammistöðu Samkeppniseftirlitsins við afgreiðslu samrunamála um lítil afköst og hægagang sem einkenni störf þess. Svaraði lögfræðingur eftirlitsins og benti á að borin séu saman epli og appelsínur í tölfræði samrunamála. Nokkur gagnrýni hefur verið á tímalengd málsmeðferðar hjá eftirlitinu sem oft er talin tefja fyrir eða jafnvel hindra eðlileg viðskipti á markaði.

Það er ekki ætlun okkar að blandast í þessar umræður, heldur að skoða hvað má gera betur í málsmeðferð samrunamála.

Fyrirtækjum ber að tilkynna samruna sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum um samkeppni og jafnframt veita nánari upplýsingar um hann. Í lögunum er heimild til að ógilda samruna, telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni. Telja má að valdheimildir eftirlitsins séu þó nokkrar og afdráttarlausar í þessum málum.

Til þess að meta samkeppnisleg  áhrif samruna er nauðsynlegt að skilgreina þann markað sem samrunaaðilar starfa á. Við þá skilgreiningu hefur eftirlitið haft m.a. hliðsjón á fordæmum í innlendri lagaframkvæmd og í EES/ESB-samkeppnisrétti. Við markaðsstyrk eru vöru- eða þjónustumarkaðir og landfræðilegir markaðir viðkomandi félaga lagðir til grundvallar. En auk markaðshlutdeildar samrunafyrirtækja og keppinauta þeirra líta samkeppnisyfirvöld til samþjöppunar á markaðnum í heild sinni við mat á áhrifum samruna.

Til að meta samþjöppun á einstökum mörkuðum og hættu á samkeppnishömlum vegna m.a. samruna, þá hefur Samkeppniseftirlitið m.a. stuðst við mælikvarða sem nefnist Herfindahl-Hirschman stuðulinn(HHI). Á mörkuðum sem einkennast af krosseignatengslum eða sameiginlegu eignarhaldi, þá getur hefðbundinn HHI-stuðull vanmetið samþjöppunina á markaðnum. Í þeim tilvikum er hægt að styðjast við svokallaðan MHHI-stuðul. Eftirlitið styðst auk þess við aðra mælikvarða svo sem samþjöppunarhlutföllin CR3 og CR8, en þeir mæla hver markaðshlutdeild þriggja og átta stærstu aðila á markaðnum er.

Fyrir kaup á fyrirtækjum eða samruna er áríðandi að skilgreina markaði og átta sig á framtíðar hlutdeild og arðsemi sameinaðs félags. Arðsemin þarf að standa undir kaupverðinu í viðskiptunum. En það er ekki síður mikilvægt að skilgreina markaði nákvæmlega til þess að geta greint skilmerkilega frá því í samrunatilkynningu. Oft eiga samrunar sér stað á vel skilgreindum mörkuðum, en algengara er að þeir eigi sér stað á lítt  skilgreindum mörkuðum eða á mörkuðum sem eru að taka miklum breytingum.

Arev hefur síðasta áratuginn greint ýmsa markaði í tengslum við hugsanlega sameiningu eða yfirtöku félaga, bæði fyrir samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins eða þegar samkeppnisyfirvöld hafa sent frá sér andmælaskjal með frummati vegna samrunarannsóknar. Slíkar greiningar, sérstaklega ef farið er í þær strax í upphafi, geta sparað miklar fjárhæðir og tíma við frágang kaupa. Hér að neðan er dæmi úr slíkri greiningu:

Eins og sjá má er um mjög samþjapaðan markað að ræða og óljóst hvort frekari samrunar eða yfirtökutilboð verði heimilaðar.

Óhætt er að segja að mun meiri árangur næst hvað tíma og kostnað varðar ef ítarleg markaðsrannsókn og mat á samkeppnisstuðlum er innifalin í samrunatilkynningu, því erfiðara er að koma fram sjónarmiðum um skilgreiningu markaða eftir að frummat Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.

Nýlega kynnti Arev reikniforrit sem m.a. sýnir aflahlutdeild í fiskistofnum og samþjöppun sjávarútvegsfyrirtækja, auk eignatengsla innan sjávarútvegs. Með forritinu er hægt að skoða valmöguleika við sameiningar, hvort heldur er miðað við gildandi lög eða drög að nýju frumvarpi til laga um sjávarútveg. Reikniforritið er hægt að útfæra á aðra markaði og vinna þannig á tiltölulega fljótan hátt grunngreiningu á tilteknum markaði.

Með tiltölulega einföldum hætti geta fyrirtæki kannað hvort áform um samruna eða yfirtöku á félagi verði heimil áður en lagt er í hugsanlega langt og kostnaðarsamt ferli í samskiptum við Samkeppniseftirlitið.

Með markvissum vinnubrögðum er unnt að leggja mat á skynsemi samrum og möguleikum á að þeir verði samþykktir snemma í samrunaferli og flýta þannig málsmeðferð.

Höfundar eru starfsmenn Arev verðbréfafyrirtækis hf.