Fyrir nokkru birtist gagnrýni framkvæmdastjóra og lögfræðings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á frammistöðu Samkeppniseftirlitsins við afgreiðslu samrunamála um lítil afköst og hægagang sem einkenni störf þess. Svaraði lögfræðingur eftirlitsins og benti á að borin séu saman epli og appelsínur í tölfræði samrunamála. Nokkur gagnrýni hefur verið á tímalengd málsmeðferðar hjá eftirlitinu sem oft er talin tefja fyrir eða jafnvel hindra eðlileg viðskipti á markaði.
Það er ekki ætlun okkar að blandast í þessar umræður, heldur að skoða hvað má gera betur í málsmeðferð samrunamála.
Fyrirtækjum ber að tilkynna samruna sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum um samkeppni og jafnframt veita nánari upplýsingar um hann. Í lögunum er heimild til að ógilda samruna, telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni. Telja má að valdheimildir eftirlitsins séu þó nokkrar og afdráttarlausar í þessum málum.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði