Hrafnarnir lásu um það á Vísi í vikunni að Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi þingmaður Pírata væri hætt að fljúga – þangað til næst að minnsta kosti. Þetta segir Birgitta vera framlag sitt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Fram kemur í viðtalinu að hún hafi síðast flogið þegar hún fór á Glastonberry í fyrra en þá tróðu einmitt upp Paul McCartney, Kendrick gamli Lamar auk þess sem sænski ærslabelgurinn Greta Thunberg hélt erindi.

Birgitta kvartar einnig sáran undan ferðamannaiðnaðinum sem hún sega rænt miðborginni af öllu því sem eitt sinn gerði hana skemmtilega. Orðrétt segir Birgitta: „Ég var einu sinni alltaf að skipu­leggja við­burði en nú er enginn staður sem maður getur farið á og gert eitt­hvað ó­keypis, því allir vilja þeir fá fólk.“ Hrafnarnir taka undir þetta enda er fokið í flest skjól þegar ekki lengur er hægt að halda viðburði sem enginn hefur áhuga á að mæta á

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði