Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.

Bréf til Láru, desember 1924.

Hundrað árum eftir að Þórbergur sendi bréfið til Láru, sendu Arion banka menn bréf til Íslandsbanka. Óðinn sá enga sérstaka fegurð í bréfi Arion banka manna en þar kann að leynast speki, þó óskaplega djúpt sé á henni. En Óðinn brosti upphátt – þannig að jafnaðist á við hlátur - þegar hann las bréfið. Enda óskaplegt furðuverk.

Í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi í síðustu viku var rætt um það hvort stjórnarmálamenn skilji viðskiptalífið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var þeirrar skoðunar að svo væri ekki, að stjórnmálamenn skilji almennt ekki viðskiptalífið. Og viðskiptalífið skilji ekki stjórnmálin. Bréf Arion banka manna virðist styðja kenningu Sigmundar Davíðs.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði