Viðskiptaráð gaf á dögunum út greiningu á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi innleiðingar á sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins. Í greiningunni kemur fram að stærðarmörk hafi verið rýmkuð sérstaklega hérlendis þannig að margfalt fleiri fyrirtæki falli undir tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga en í öðrum löndum Evrópu. Engin sérstök ástæða virðist hafa verið gefin upp fyrir þessari breytingu. Í greiningunni segir einnig að óþarflega miklar takmarkanir við innleiðingu hins evrópska regluverks hafi kostað íslenskt atvinnulíf tæplega 10 milljarða króna.
Þessi tilhneiging til að hlaða ofan á regluverkið er ekki séríslenskt fyrirbæri og nefnist ,,gullhúðun”, sem undirrituð telur að vísu rangnefni. Blýhúðun væri nærri lagi. Fyrirbærið er heldur ekki nýtt og hafa Evrópuþjóðir lengi leitast við að draga úr því enda er það íþyngjandi og gjarnan notað til að smygla óvinsælum ákvæðum fram hjá þinglegri meðferð. Evrópuráðið lítur slíkan verknað ekki jákvæðum augum.
Það hlýtur að teljast furðulegt sjálfskaparvíti fyrir smáþjóð í Norður-Atlantshafi að ganga endurtekið mun lengra en þörf krefur þegar kemur að innleiðingu laga og reglna að utan. Strangt og tyrfið regluverk hamlar ekki einungis atvinnusköpun heldur missir það marks. Þegar jafnvel sérfræðingar hjá eftirlitsstofnunum ná ekki utan um reglufarganið hlýtur hvert mannsbarn að sjá að ógerningur er fyrir hinn almenna borgara að fylgja laganna bókstaf upp á tíu.
Á einhverjum tímapunkti verður tilhugsunin um skriffinnskufjallið og óttinn við refsingu af hálfu yfirvalda svo ógnvekjandi fyrir tilvonandi atvinnurekendur að sú ákvörðun er eðlilega tekin að betur sé heima setið en af stað farið. Þegar við setjum dæmið upp þannig ætti að vera ljóst að hinn eiginlegi kostnaður við blýhúðun er mun meiri en 10 milljarðar. Og hver er ávinningurinn
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði