YES, sem er þekkt fyrir nýstárlega snjóbrettahönnun, tók höndum saman við Bónus um að búa til snjóbretti.

Bónus x YES snjóbrettið verður fáanlegt í verslunum um heim allan í gegnum sölu og dreifikerfi YES. Hér á Íslandi verður snjóbrettið fáanlegt í gegnum Kuldi sem rekur vefverslun og búð í Skeifunni, Reykjavík

© Aðsend mynd (AÐSEND)
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Á hverju ári reynum við að vera í samstarfi við áhugavert fólk, listamenn eða fyrirtæki við hönnun snjóbrettana okkar. Okkur hefur lengi dreymt um að búa til “Bónus snjóbretti” og setja íkoníska bleika grísinn á brettin okkar. Í ár varð þetta loksins að veruleika og stórt TAKK á Bónus að taka þátt í gleðinni með okkur," segir Eiki Helgason hjá Yes.

„Núna fáum við líka loksins tækifæri til að skjóta „Bónus - bónus efni” eins og okkur dreymdi um fyrir 20 árum þegar við vorum að gefa út snjóbrettamyndir á DVD.”

© Aðsend mynd (AÐSEND)
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Umsvifin áttfaldast á heimsvísu

Lobster snjóbretti, YES snjóbretti og NOW bindingar sameinuðust nýlega undir # YES. Með sameiningu undir einu vörumerki munu umsvif Lobster á heimsvísu áttfaldast að sögn Eika. Vörur # YES munu fást í 30 löndum í um 1.500 verslunum.

Lobster snjóbretti var stofnað 2011 af Akureysku snjóbrettamönnunum Eika og Halldóri Helgasyni ásamt LowPressure Studio í Amsterdam.

Árið 2018 er síðan LowPressure Studio ásamt Lobster keypt af Nideceker samsteypunni sem rekur starfsemi sína aftur til 1887. Eiki og Halldór eru ennþá stór partur af vegferð # YES innan Nidkecker og taka virkan þátt í starfseminni sem atvinnumenn og ráðgjafar.

© Aðsend mynd (AÐSEND)