Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði grein í Fréttablaðið með yfirskriftinni „Við þurfum húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið." Greinin byrjar svona:

Staðan á húsnæðismarkaði er að mörgu leyti með ólíkindum. Fyrir liggur að undanfarin ár hafa verið metár í húsnæðisuppbyggingu, einkum í Reykjavík. Og ekki er lengra síðan að Seðlabankinn varaði við offramboði á húsnæðismarkaði en árið 2019. Í kjölfarið hægði á fjármögnun nýrra verkefna.

Vaxtalækkanir síðastliðin tvö ár hafa hins vegar gjörbreytt þessari stöðu og eftirspurn eftir fasteignum er nú langt umfram framboð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur farið frá því að telja 2.000 íbúðir þurfa árlega í að telja 4.000 íbúðir þurfa á ári næstu fimm ár.

Tveimur vikum eftir að grein Dags birtist í málgagni vinstrimanna þá birti Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfðuðborgarsvæðinu. Þá kom í ljós að kenningin er byggð á sandi.

Tólfta mesta hækkunin í 339 mánuði

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1% í mars. Vísitalan hefur verið mæld í 339 mánuði samfleytt, eða frá árinu 1994. Aðeins 11 sinnum hefur vísitalan hækkað meira. Að undanskildum mars 2021, þegar vísitalan hækkaði um 3,3%, þá hækkaði hún meira í maí 2007. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 22,2%.

Vaxtahækkunarlota Seðlabankans hófst strax í maí en þá voru stýrivextirnir 0,75%. Þeir hækkuðu tvívegis um sumarið um 0,25 prósentustig, aftur í október um sama prósentustig og hækkuðu í 2% í nóvember. Hækkanirnar héldu svo áfram í febrúar, þá um 0,75 prósentustig og því eru þar eru þeir nú, í 2,75%.

Hvers vegna er Óðinn að þylja þetta upp. Jú. Vegna þess að kenningarsmiðir Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur lottóvinningshafa í fararbroddi halda því fram að vaxtalækkanir Seðlabankans skýri hækkun fasteignaverðs en ekki lóðaskortsstefna vinstrimeirihlutans í Reykjavík.

60% hækkun

Þessi gríðarlega hækkun vísitölunnar nú, sem nemur 60% á ársgrundvelli er sönnun þess að þessi kenning hefur þann einan tilgang að kasta ryki framan í kjósendur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Að auki er verðbólgan komin í 6,7% og það hefur ekki farið framhjá nokkrum Íslendingi. Það er því öllum morgunljóst að aðstæður til lántöku eru ekki góðar.

En samt hækkar fasteignaverðið á hraða sem er nær óþekktur á höfuðborgarsvæðinu. Kenning lottóvinningshafans og hinna vinstrimannanna er della, eins og Óðinn hefur sagt frá upphafi og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri benti svo pent á fyrir ekki svo löngu.

* * *

Lóðaskortur, lóðaskortur, lóðaskortur!

Hitt atriðið sem er mikilvægt í upphafsorðum greinar borgarstjórans er aðvörunarorð Seðlabankans um hugsanlegt offramboð. Það þekkt staðreynd að framboð og eftirspurn eftir húsnæði sveiflast mikið. Þar getur margt haft áhrif á.

Til dæmis hefur flutningur fólks til Íslands mikil áhrif.

Náttúruleg fjölgun, fæðingar umfram látna, var 2.588 á síðasta ári. Hins vegar voru aðfluttir umfram brottflutta 4.620. Þetta gerir fjölgun íbúa á Íslandi um 7.208.

Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að íbúum fjölgi um 43 þúsund á árunum 2022-2025 eða tæp 11 þúsund á ári. Þetta mun setja gríðarlega pressu á húsnæðismarkaðinn.

Í fyrra fluttu 828 Íslendingar til landsins umfram brottflutta. Hefur fjölgunin aldrei verið meiri frá því að mælingar hófust árið 1986. Að jafnaði hafa fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess.

Aðvörunarorð Seðlabanka er afskaplega léleg afsökun fyrir aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar, sem er í markaðsráðandi stöðu í lóðaframboði á höfuðborgarsvæðinu. Staðreyndin er sú að borgin var ekki með neinar skipulagðar lóðir tiltækar þegar eftirspurnin eftir húsnæði jókst. Þó það taki 2-3 ár að byggja þá hefði verulegt, jafnvel bara töluvert, framboð lóða getað dregið úr þessum verðhækkunum. Framboð lóða hefði haft mikinn kælingarmátt á fasteignamarkaðinn.

Lóðaskorturinn og þar með að því virðist stjórnlausar verðhækkanir eru á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík og borgarstjórans Dags B. Eggertssonar.

* * *

Mengunarvaldurinn Sigurborg

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur, skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter.

Framsókn ætlar að efla almenningssamgöngur og byggja mislæg gatnamót. Þétta byggð og dreifa byggð. Styðja samgöngusáttmálann og grafa undan samgöngusáttmálanum. Takast á við loftslagsbreytingar og auka losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta eru áhugaverð staðhæfingar fyrrverandi skipulagsráðsformannsins. En hvernig var tíminn þegar Sigurborg hafði mikil áhrif á skipulagsmál í Reykjavík? Nær allan tímann var skortur á íbúðum í Reykjavík og einnig, og þar af leiðandi, á höfuðborgarsvæðinu öllu. Til hvaða ráða greip fólk þá til?

Í Hveragerði fjölgaði íbúum frá desember 2020 til 1. desember 2021 um 7,5%. Í sveitarfélaginu Ölfusi (Þorlákshöfn) fjölgaði um 6,1%, í Árborg fjölgaði um 3,5%, í Reykjanesbæ fjölgaði um 3,6% og á Akranesi fjölgaði um 2,3%. Til samanburðar fjölgaði íbúum í Reykjavík um 1,9% á tímabilinu.

Sem sagt. Fólk flutti út fyrir höfuðborgarsvæðið. Margir héldu þó áfram að sækja vinnu og ýmsa þjónustu til Reykjavíkur. Hvaða áhrif ætli þetta hafi haft á losun gróðurhúsalofttegunda? Sigurbjörg Ósk gæti ef til vill svarað því á Twitter við tækifæri.

* * *

Mun eitthvað breytast?

Svo stórfelld hækkun húsnæðisverðs er grafalvarlegt efnahagslegt vandamál. Það er ekki aðeins vandamál fyrir þá sem finna ekki húsnæði við hæfi - eða bara finna alls ekkert húsnæði til kaups heldur vegur fasteignakostnaður þungt í vísitölu neysluverð. Í síðasta mánuði var hækkun fasteignakostnaðarins þriðjungur af hækkun neysluverðsvísitölunnar.

Fasteignaverðið hækkar því verðtryggð lán fasteignaeigenda og sömuleiðis breytileg óverðtryggð lán fasteignaeigenda. Þessar gölnu en þó ekki glórulausu hækkanir valda því efnahagslegum skaða.

En mun eitthvað breytast? Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur verið afskaplega máttlaus í um áratug. Það hafa komið sprettir, til að mynda þegar Eyþór Arnalds tók við forystusætinu en svo virtist hann hverfa á braut. Nú er tæpur mánuður til kosninga og Óðinn hefur séð meira af forystumanni Framsóknarflokksins, sem er opinn í alla enda að hætti Framsóknarmanna fyrr og nú, en af Hildi Björnsdóttur.

Misheppnuð sala Bjarna Benediktssonar og Lárusar Blöndals á Íslandsbanka gæti að auki haft áhrif á fylgi flokksins um allt land. Það er því ekki nokkur ástæða til bjartsýni.

Óðinn er pistill sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði grein í Fréttablaðið með yfirskriftinni „Við þurfum húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið." Greinin byrjar svona:

Staðan á húsnæðismarkaði er að mörgu leyti með ólíkindum. Fyrir liggur að undanfarin ár hafa verið metár í húsnæðisuppbyggingu, einkum í Reykjavík. Og ekki er lengra síðan að Seðlabankinn varaði við offramboði á húsnæðismarkaði en árið 2019. Í kjölfarið hægði á fjármögnun nýrra verkefna.

Vaxtalækkanir síðastliðin tvö ár hafa hins vegar gjörbreytt þessari stöðu og eftirspurn eftir fasteignum er nú langt umfram framboð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur farið frá því að telja 2.000 íbúðir þurfa árlega í að telja 4.000 íbúðir þurfa á ári næstu fimm ár.

Tveimur vikum eftir að grein Dags birtist í málgagni vinstrimanna þá birti Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfðuðborgarsvæðinu. Þá kom í ljós að kenningin er byggð á sandi.

Tólfta mesta hækkunin í 339 mánuði

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1% í mars. Vísitalan hefur verið mæld í 339 mánuði samfleytt, eða frá árinu 1994. Aðeins 11 sinnum hefur vísitalan hækkað meira. Að undanskildum mars 2021, þegar vísitalan hækkaði um 3,3%, þá hækkaði hún meira í maí 2007. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 22,2%.

Vaxtahækkunarlota Seðlabankans hófst strax í maí en þá voru stýrivextirnir 0,75%. Þeir hækkuðu tvívegis um sumarið um 0,25 prósentustig, aftur í október um sama prósentustig og hækkuðu í 2% í nóvember. Hækkanirnar héldu svo áfram í febrúar, þá um 0,75 prósentustig og því eru þar eru þeir nú, í 2,75%.

Hvers vegna er Óðinn að þylja þetta upp. Jú. Vegna þess að kenningarsmiðir Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur lottóvinningshafa í fararbroddi halda því fram að vaxtalækkanir Seðlabankans skýri hækkun fasteignaverðs en ekki lóðaskortsstefna vinstrimeirihlutans í Reykjavík.

60% hækkun

Þessi gríðarlega hækkun vísitölunnar nú, sem nemur 60% á ársgrundvelli er sönnun þess að þessi kenning hefur þann einan tilgang að kasta ryki framan í kjósendur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Að auki er verðbólgan komin í 6,7% og það hefur ekki farið framhjá nokkrum Íslendingi. Það er því öllum morgunljóst að aðstæður til lántöku eru ekki góðar.

En samt hækkar fasteignaverðið á hraða sem er nær óþekktur á höfuðborgarsvæðinu. Kenning lottóvinningshafans og hinna vinstrimannanna er della, eins og Óðinn hefur sagt frá upphafi og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri benti svo pent á fyrir ekki svo löngu.

* * *

Lóðaskortur, lóðaskortur, lóðaskortur!

Hitt atriðið sem er mikilvægt í upphafsorðum greinar borgarstjórans er aðvörunarorð Seðlabankans um hugsanlegt offramboð. Það þekkt staðreynd að framboð og eftirspurn eftir húsnæði sveiflast mikið. Þar getur margt haft áhrif á.

Til dæmis hefur flutningur fólks til Íslands mikil áhrif.

Náttúruleg fjölgun, fæðingar umfram látna, var 2.588 á síðasta ári. Hins vegar voru aðfluttir umfram brottflutta 4.620. Þetta gerir fjölgun íbúa á Íslandi um 7.208.

Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að íbúum fjölgi um 43 þúsund á árunum 2022-2025 eða tæp 11 þúsund á ári. Þetta mun setja gríðarlega pressu á húsnæðismarkaðinn.

Í fyrra fluttu 828 Íslendingar til landsins umfram brottflutta. Hefur fjölgunin aldrei verið meiri frá því að mælingar hófust árið 1986. Að jafnaði hafa fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess.

Aðvörunarorð Seðlabanka er afskaplega léleg afsökun fyrir aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar, sem er í markaðsráðandi stöðu í lóðaframboði á höfuðborgarsvæðinu. Staðreyndin er sú að borgin var ekki með neinar skipulagðar lóðir tiltækar þegar eftirspurnin eftir húsnæði jókst. Þó það taki 2-3 ár að byggja þá hefði verulegt, jafnvel bara töluvert, framboð lóða getað dregið úr þessum verðhækkunum. Framboð lóða hefði haft mikinn kælingarmátt á fasteignamarkaðinn.

Lóðaskorturinn og þar með að því virðist stjórnlausar verðhækkanir eru á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík og borgarstjórans Dags B. Eggertssonar.

* * *

Mengunarvaldurinn Sigurborg

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur, skrifaði stöðuuppfærslu á Twitter.

Framsókn ætlar að efla almenningssamgöngur og byggja mislæg gatnamót. Þétta byggð og dreifa byggð. Styðja samgöngusáttmálann og grafa undan samgöngusáttmálanum. Takast á við loftslagsbreytingar og auka losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta eru áhugaverð staðhæfingar fyrrverandi skipulagsráðsformannsins. En hvernig var tíminn þegar Sigurborg hafði mikil áhrif á skipulagsmál í Reykjavík? Nær allan tímann var skortur á íbúðum í Reykjavík og einnig, og þar af leiðandi, á höfuðborgarsvæðinu öllu. Til hvaða ráða greip fólk þá til?

Í Hveragerði fjölgaði íbúum frá desember 2020 til 1. desember 2021 um 7,5%. Í sveitarfélaginu Ölfusi (Þorlákshöfn) fjölgaði um 6,1%, í Árborg fjölgaði um 3,5%, í Reykjanesbæ fjölgaði um 3,6% og á Akranesi fjölgaði um 2,3%. Til samanburðar fjölgaði íbúum í Reykjavík um 1,9% á tímabilinu.

Sem sagt. Fólk flutti út fyrir höfuðborgarsvæðið. Margir héldu þó áfram að sækja vinnu og ýmsa þjónustu til Reykjavíkur. Hvaða áhrif ætli þetta hafi haft á losun gróðurhúsalofttegunda? Sigurbjörg Ósk gæti ef til vill svarað því á Twitter við tækifæri.

* * *

Mun eitthvað breytast?

Svo stórfelld hækkun húsnæðisverðs er grafalvarlegt efnahagslegt vandamál. Það er ekki aðeins vandamál fyrir þá sem finna ekki húsnæði við hæfi - eða bara finna alls ekkert húsnæði til kaups heldur vegur fasteignakostnaður þungt í vísitölu neysluverð. Í síðasta mánuði var hækkun fasteignakostnaðarins þriðjungur af hækkun neysluverðsvísitölunnar.

Fasteignaverðið hækkar því verðtryggð lán fasteignaeigenda og sömuleiðis breytileg óverðtryggð lán fasteignaeigenda. Þessar gölnu en þó ekki glórulausu hækkanir valda því efnahagslegum skaða.

En mun eitthvað breytast? Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur verið afskaplega máttlaus í um áratug. Það hafa komið sprettir, til að mynda þegar Eyþór Arnalds tók við forystusætinu en svo virtist hann hverfa á braut. Nú er tæpur mánuður til kosninga og Óðinn hefur séð meira af forystumanni Framsóknarflokksins, sem er opinn í alla enda að hætti Framsóknarmanna fyrr og nú, en af Hildi Björnsdóttur.

Misheppnuð sala Bjarna Benediktssonar og Lárusar Blöndals á Íslandsbanka gæti að auki haft áhrif á fylgi flokksins um allt land. Það er því ekki nokkur ástæða til bjartsýni.

Óðinn er pistill sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .