Hrafnarnir sjá að sérfræðingar Landsbankans útiloka ekki möguleikann á harðri lendingu í efnahagslífinu. Það má jafnvel taka sterkar til orða því í nýrri sjálfbærniskýrslu bankans er varað við hættunni á heimsendi.
Sérfræðingar Lilju Bjarkar Einarsdóttir bankastjóra segja orðrétt í skýrslunni:
„Fyrir okkur stendur valið á milli þess að vera tilbúin til að taka þátt í breytingunum og þannig styðja við rekstrarhæfi bankans í breyttum heimi eða það verði hreinlega enginn heima til að stunda viðskipti í!“
Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 23. febrúar 2023.