Óðinn fjallar í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun, um erfðamál á Íslandi og hugmyndir Óttars Guðjónssonar hagfræðings.

Óðinn fjallar um svigrúm fólks til að ákveða hvert arfur rennur eftir þeirra dag. Til dæmis er heimildir til að ráðstafa eignum mun meiri í Danmörku en íslensku erfðalögin frá 1962 voru líkust þeim dönsku.

Áskrifendur getur lesið pistilinn í heild sinni hér.

Er rétt að gera börn arflaus?

Óðinn las grein Óttar Guðjónssonar hagfræðings í síðustu viku í Viðskiptablaðinu. Hún vakti upp margar ágætar spurningar. Sú mikilvægasta fólst í fyrirsögninni. „Er tímabært að gera börn arflaus?

Frá hagfræðilegu sjónarhorni er það líklega svo. Börnin sem erfa peningana eru flest hver rígfullorðið fólk þegar til arftöku kemur. Því er hægt með rökum að halda því að fram að „börnin“ eigi þegar að hafa komið undir sig fótunum og hafi ekkert við aurinn að gera.

Óðinn er hins vegar í grundvallaratriðum ósammála þessari nálgun Óttars.

Að mati Óðins á ekki að horfa til þess hver telur sig þurfa arfinn, heldur réttur hvers manns til að ráðstafa eigum sínum að vild.

Óðinn er reyndar nokkuð viss um að grein Óttars sé helst til að vekja upp umræðu, sem er afar mikilvægt, frekar en að hann vilji ákveða hvernig fólk ráðstafar fjármunum sínum.

***

Hugmynd Óttars

Óttar setur þó fram hugmynd:

Það er grunur undirritaðs að arfur kæmi þeim sem eru um 26 ára aldur miklu betur að notum heldur en þeim sem eru um 55 ára. Til dæmis mætti breyta lögum þannig að helmingur þess 2/3 hluta arfs sem fara ætti til barna, færi til barna þeirra barna.


Hægt er að útfæra þetta á nokkra vegu eftir smekk, en sú leið sem mér hugnast er að 2/3 hluti skiptist milli barna hins látna og helmingur hlutar hvers barns renni til barna viðkomandi ef hann/hún/hán á börn, annars heldur viðkomandi báðum helmingum.

Hugmyndin er vond. Ef hins vegar Óttar myndi bæta inni í hana mætti fara til barna þeirra barna, væri hún strax skárri.

Þar með myndi arfleiðandinn fái meiri ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum eftir sinn dag en samkvæmt gildandi rétti.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun, fimmtudaginn 9. febrúar 2022.

Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér og blaðið í heild sinni hér.