Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur ásamt Bankasýslunni tilnefnt sjö manns til stjórnarsetu í bankanum. Hrafnarnir gera engar athugasemdir við tilnefningarnar enda er þetta allt saman hæft fólk til að sitja í stjórn Íslandsbanka. Það vekur þó athygli þeirra að tilnefninganefndin og Bankasýslan eru sammála um best fari á því að Linda Jónsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðs Marel gegni stjórnarformennsku.
Hrafnarnir stóðu í þeirri meiningu að það væri fullt starf að sjá um rekstrarsvið Marel ekki síst þegar illa árar í rekstrinum og hvert uppgjörið á fætur öðru vekur vonbrigði meðal hluthafa. Að minnsta kosti myndu þeir ætla að krafist væri fulls vinnuframlags fyrir um þrjátíu milljónir í árslaun en það eru uppgefin laun framkvæmdastjórans samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.
Hrafnarnir gera jafn framt ekki ráð fyrir að það verði rólegt í vinnunni hjá nýjum stjórnarformanni Íslandsbanka miðað við væringar undanfarinna mánaða. Finnur Árnason fráfarandi stjórnarformaður fékk tæpar tíu milljónir fyrir störf sín í fyrra og ætla má að það endurspegli að hér sé ekki um þægilega innivinnu að ræða sem kallar á litla viðveru
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði