Óðinn fjallar um í Viðskiptablaðið dagsins um ákvörðun Fréttablaðsins að hætta útburði í hús og veltir því upp hvort sú ákvörðun sem upphafið að endalokum Fréttablaðsins.

Óðinn bendir á að Borgarlínan komi í fyrsta lagi 2026. Vonandi fyrir hádegi.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.

Eru dagar Fréttablaðsins taldir?

Fréttablaðið tilkynnti á mánudag að blaðinu yrði ekki lengur dreift til heimila.

Þetta er afar óvænt ákvörðun þó öllum væri ljóst sem fylgjast sæmilega með íslenskum fjölmiðlamarkaði að einhverjar breytingar væru óumflýjanlegar hjá blaðinu sökum gríðarlegs tapreksturs hjá Torgi, útgáfufélagi blaðsins.

Flestum fríblöðum í heiminum, en þeim fer fækkandi, er dreift á fjölförnum stöðum þar sem lesendur fara helst um daglega. Á Íslandi er fáa, ef nokkra, slíka staði að finna og því var sú leið farin í yfir tuttugu ár að dreifa blaðinu í hús. Það er vitanlega mjög kostnaðarsamt en um leið grundvöllur þess að blaðið fengi lestur.

Þessi ákvörðun er því óskiljanleg því yfirgnæfandi líkur eru á því að lesturinn á blaðinu, sem er kominn niður í 28% uppsafnað á viku samkvæmt Gallup, hrynji algjörlega. Svo óskiljanleg er ákvörðunin að ætla mætti að stjórnendur Fréttablaðsins hafi grundvallað hana á því, að Borgarlínan yrði tekin í gagnið í ár eins og fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Helgi Magnússon, eigandi Fréttablaðsins, hlýtur nú að liggja á bæn og biðja fyrir því að snjólétt verði það sem eftir er vetrar. Ella mun ekki nokkur maður geta lesið sjálft Fréttablaðið. Að minnsta kosti getur Helgi ekki treyst á snjómokstur í Reykjavík af meirihlutanum sem Fréttablaðið, og Helgi, hafa stutt svo dyggilega við.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, 5. janúar 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.