Fyrir áratug gaf ráðgjafafyrirtækið Oliver Wyman út skýrslu um samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins og benti þar á hvað betur mætti fara. Þegar skýrslan kom út var enn verið að vinna úr beinum afleiðingum fjármálahrunsins. Auk þess var rekstrarkostnaður bankanna hár í norrænum samanburði og þörf á breytingum að mati skýrsluhöfunda. Þá var Ísland í 68. sæti af 144 þjóðum í alþjóðlegri úttekt yfir samkeppnishæfni fjármálageirans, á meðan nágrannaþjóðir okkar vermdu flestar efstu 12 sætin. Við stóðum þeim því langt að baki og ljóst að mikið verk væri óunnið.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði