Yfirveguð og sanngjörn umræða er lykillinn að árangri í umhverfismálum. Þess vegna langar mig að bregðast við grein Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem birtist í Viðskiptablaðinu 21. júní s.l. þar sem fullyrt var að vegna markmiða Íslands í loftslagsmálum væri kostnaðarsamt stórslys í uppsiglingu.
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að mínu mati og að mati alþjóða vísindasamfélagsins það efnahagslega, vistfræðilega og félagslega stórslys sem er í uppsiglingu og er það þegar hafið. Milljónir manna um allan heim eru þegar farnar að finna fyrir neikvæðum afleiðingum stærri og tíðari öfgaveðuratburða vegna loftslagsbreytinga og hefur kostnaðurinn vegna náttúruhamfara aldrei verið meiri. Fyrir hverja gráðu sem loftslagið hlýnar verður kostnaðurinn u.þ.b. 12% af vergri heimsframleiðslu skv. Alþjóðaefnahagsráðinu. Við getum því ráðgert að kostnaður vegna loftslagsbreytinga haldi áfram að aukast þar til gripið verður til róttækra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.
Ísland er eitt ríkasta land heims og ber því mikla siðferðislega ábyrgð þegar kemur að því að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagskrísunni. Við höfum fjármagnið, þekkinguna og tæknina til þess en það skortir hugrekkið til að ráðast í stórar aðgerðir sem skila nægum samdrætti í losun.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði