Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil, segir í þekktum dægurlagatexta. Það er ákveðin fegurð í frelsinu og það er forsenda kraftmikils velferðarsamfélags. Samt er það nú svo að frelsinu fylgir ábyrgð þegar við búum í samfélagi. Ábyrgðin getur verið samfélagsleg og hún getur varðað frelsi annarra. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja sjálfbærni á öllum sviðum, hvort sem það er nýting takmarkaðra auðlinda, matvælaframleiðsla, menntun, heilbrigðisþjónusta og svo framvegis, svo við getum mætt okkar þörfum sem einstaklingar og búið í samfélagi. Þegar rætt er um sjálfbærni höfum við minni áhyggjur af fæðingartíðni, sem er mikilvægast að öllu því sjálfbærni á öðrum sviðum hefur enga þýðingu til lengri tíma ef við hættum að vera sjálfbær þegar kemur að fæðingum.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði