Íslenskt samfélag hefur verið í hláturskasti undanfarnar vikur eftir að Snorri Olsen ríkisskattstjóri og hans fólk hjá Skattinum föttuðu upp á kisubrandaranum sem stofnunin hefur verið að deila á samfélagsmiðlum að undanförnu.

Þarna er Skatturinn að stimpla sig rækilega inn í keppnina um hressasta lögaðilann á Íslandi og eru væntanlega farnar að renna tvær grímur á stuðboltana í Nova.

Hrafnarnir bera annars mikla virðingu fyrir starfi Skattsins, sem hefur verið leiðandi undanfarna áratugi í að þróa stafræna þjónustu við viðskiptavini.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 9. mars 2023.