Kristrún Frostadóttir var ekki lengi að setja mark sitt á Samfylkinguna eftir að hún var kjörinn formaður í rússneskri kosningu á dögunum. Hún boðar að eina pólitíska erindi flokksins verði ekki lengur að benda á Evrópusambandsaðild og nýja stjórnarskrá sem lausnina á öllum heimsins vandamálum. Að sama skapi telja margir þingflokksformannsskiptin í vikunni vera til marks um að Kristrún telji fullreynt að tefla Samfylkingunni fram sem pólitískum vindhana sem snýst eftir stormum samfélagsmiðla hvers dags. Hrafnarnir eiga þó eftir að sjá að Logi Einarsson verði minni flutaþyrill en Helga Vala Helgadóttir í stóli þingflokksformanns.
Hrafnarnir heyra það úr mörgum áttum að þessa stefnubreytingar Kristrúnar megi meðal annars rekja til þeirrar staðreynd að hún sæki sér pólitíska ráðgjöf til Ólafar Ragnar Grímssonar fyrrverandi forseta. Það væri saga til næsta bæjar ef pólitísk innsæi hins sjálfskipaða verndarengils norðurslóða verður til þess að Kristrún nái að færa Samfylkinguna inn á miðjuna og höfða á ný til kratanna.
Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 10. nóvember 2022.