Það haustar snemma þetta árið og blikur eru á lofti. Hrafnarnir óttast mjög hörð átök á vinnumarkaði og er yfirvofandi verkfall hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands efst í huga í þeim efnum. Það yrði sorglegt ef lúðrarnir þagna í lok septembermánaðar. Ekki er ein báran stök. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi gagnrýndi lagaval hinnar ríkisreknu ábreiðuhljómsveitar harðlega í stjórnsýsluúttekt sem birt var í vikunni.

Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar. Hrafnarnir taka undir þetta og óska eftir að Guðmundur Björgvin setji fram hugmyndir fram í þeim efnum: Hvort hann telji til að mynda líklegt til árangurs að sveitin flytji reglulega kvikmyndatónlist John Williams? Eða minnist fráfalls hins mikla meistara Rogers Whittaker sem geispaði golunni á dögunum með tónleikum.

Huginn og Muninn er einn af föstum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 20. september.

Það haustar snemma þetta árið og blikur eru á lofti. Hrafnarnir óttast mjög hörð átök á vinnumarkaði og er yfirvofandi verkfall hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands efst í huga í þeim efnum. Það yrði sorglegt ef lúðrarnir þagna í lok septembermánaðar. Ekki er ein báran stök. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi gagnrýndi lagaval hinnar ríkisreknu ábreiðuhljómsveitar harðlega í stjórnsýsluúttekt sem birt var í vikunni.

Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar. Hrafnarnir taka undir þetta og óska eftir að Guðmundur Björgvin setji fram hugmyndir fram í þeim efnum: Hvort hann telji til að mynda líklegt til árangurs að sveitin flytji reglulega kvikmyndatónlist John Williams? Eða minnist fráfalls hins mikla meistara Rogers Whittaker sem geispaði golunni á dögunum með tónleikum.

Huginn og Muninn er einn af föstum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 20. september.