Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
© BIG (VB MYND/BIG)

Þau Marinó G. Njálsson og Þorgerð­ur Katrín Gunnarsdóttir voru par á árinu 1994. Þau voru samt ekki par í hefðbundnum skilningi heldur dómara­ par í handbolta. Samkvæmt leik­skýrslum í Morgunblaðinu dæmdu þau saman nokkra leiki í fyrstu deild kvenna í janúar, febrúar og mars 1994.

Á vefsíðu sinni talar Marinó vel um Þorgerði: „Ég veit það frá gamalli tíð að hún hefur bein í nefinu og kemur hlutunum í verk,“ sagði hann 2008. Eftir hrunið breyttist þetta viðhorf Marinós til gamla félaga síns á handboltavellinum: „[M]etnaðar­ full og klár kona,“ sagði hann 2010. Lengi lifir í gömlum glæð­um — dómara­ paraglæðum.