Hrafnarnir lásu um í Lögbirtingablaðinu að Skatturinn hefði tekið ákvörðun um að krefjast skipta á 870 félögum fyrir héraðsdómi en umrædd félög eru sögð ekki hafa sinnt skráningarskyldu sinni þegar kemur að raunverulegum eigendum.

Á lista þeirra sem ekki gátu gert Skattinum grein fyrir sér er Félag Kínverja á Íslandi. Þá vill enginn gangast við Hollvinasamtökum Ríkisútvarpsins en það kemur hröfnunum svo sem ekkert á óvart. Það sama á við nokkrar deildir AA-samtakanna á landsbyggðinni en nafnleysi er grundvallarstoð þess ágæta starfs sem þau inna af hendi.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 16. febrúar 2023.