Fyrirtæki og stofnanir um allan heim fjárfesta nú milljörðum Bandaríkjadala í notkun og þróun gervigreindar í öllum þáttum rekstrar og stjórnunar. Gervigreind felur í sér mörg tækifæri til aukinnar skilvirkni og betri og skjótari ákvarðanatöku, en stjórnendur þurfa að huga vel að ýmsum þáttum ef notkunin á að vera skipulögð og árangursrík. Hér eru nokkur atriði úr smiðju skynseminnar sem stjórnendur ættu að hafa í huga.

Tæknileg samhæfni og innviðir

Greina þarf hvernig gervigreind samþættist núverandi upplýsingakerfi og gagnahögun. Skilvirk gagnasöfnun og stjórnun á aðgangi er nauðsynleg til að tryggja að gervigreind hafið aðgang að og geti nýtt sér gögn sem eru ný, viðeigandi og áreiðanleg.

Siðferðilegar áskoranir og ábyrgð

Gervigreindarlausnir þurfa að virða persónuverndarlög og uppfylla siðferðislega staðla við meðhöndlun upplýsinga. Þetta er mikilvægt til að gæta að réttindum starfsfólks og viðskiptavina, koma í veg fyrir fordóma og stuðla að jafnrétti í notkun tækninnar. Reglulegt eftirlit og endurskoðun á siðferðisstefnum eru nauðsynleg til að tryggja rétta virkni í framkvæmd. Skýrar siðareglur eru nauðsynlegar til að tryggja ábyrga notkun og byggja upp traust notenda. Gagnsæi í allri gagnavinnslu og ákvörðunartöku sem byggir á gervigreind er mikilvægt svo notendur skilji hvernig og hvers vegna ákvarðanir eru teknar.

Fjárhagsleg áætlun og kostnaðarstjórnun

Gera þarf ítarlega greiningu á kostnaði og ávinningi fjárfestinga í gervigreind. Skipta þarf fjárfestingum niður í áfangaskipt verkefni með skýr markmið. Árangur hvers áfanga þarf að mæla og meta áður en næsta skref er tekið.

Fyrirtæki og stofnanir um allan heim fjárfesta nú milljörðum Bandaríkjadala í notkun og þróun gervigreindar í öllum þáttum rekstrar og stjórnunar. Gervigreind felur í sér mörg tækifæri til aukinnar skilvirkni og betri og skjótari ákvarðanatöku, en stjórnendur þurfa að huga vel að ýmsum þáttum ef notkunin á að vera skipulögð og árangursrík. Hér eru nokkur atriði úr smiðju skynseminnar sem stjórnendur ættu að hafa í huga.

Tæknileg samhæfni og innviðir

Greina þarf hvernig gervigreind samþættist núverandi upplýsingakerfi og gagnahögun. Skilvirk gagnasöfnun og stjórnun á aðgangi er nauðsynleg til að tryggja að gervigreind hafið aðgang að og geti nýtt sér gögn sem eru ný, viðeigandi og áreiðanleg.

Siðferðilegar áskoranir og ábyrgð

Gervigreindarlausnir þurfa að virða persónuverndarlög og uppfylla siðferðislega staðla við meðhöndlun upplýsinga. Þetta er mikilvægt til að gæta að réttindum starfsfólks og viðskiptavina, koma í veg fyrir fordóma og stuðla að jafnrétti í notkun tækninnar. Reglulegt eftirlit og endurskoðun á siðferðisstefnum eru nauðsynleg til að tryggja rétta virkni í framkvæmd. Skýrar siðareglur eru nauðsynlegar til að tryggja ábyrga notkun og byggja upp traust notenda. Gagnsæi í allri gagnavinnslu og ákvörðunartöku sem byggir á gervigreind er mikilvægt svo notendur skilji hvernig og hvers vegna ákvarðanir eru teknar.

Fjárhagsleg áætlun og kostnaðarstjórnun

Gera þarf ítarlega greiningu á kostnaði og ávinningi fjárfestinga í gervigreind. Skipta þarf fjárfestingum niður í áfangaskipt verkefni með skýr markmið. Árangur hvers áfanga þarf að mæla og meta áður en næsta skref er tekið.

Mælanlegur árangur og stöðug endurskoðun

Setja þarf skýr markmið og mælikvarða til að meta árangur gervigreindarlausna. Leifturhraði þróunar undirstrikar mikilvægi þess að vera ávallt skrefi á undan í tækninýjungum ef tryggja á samkeppnisforskot og forðast glappaskot og sóun.

Öryggi og áreiðanleiki kerfa

Við uppsetningu gervigreindarkerfa er mikilvægt að beita nútímalegum öryggisráðstöfunum, svo sem endurteknum öryggisprófunum og dulkóðun gagna til að tryggja öryggi og vernda viðkvæmar upplýsingar. Aðgangsstýringar eru nauðsynlegar til að tryggja að aðeins viðeigandi starfsfólk og kerfi með réttar heimildir hafi aðgang að viðeigandi gögnum og kerfum.

Áhrif á starfsfólk og atvinnu

Sjálfvirkni hefur mikil áhrif á vinnuumhverfi og störf. Störf og hlutverk munu hverfa, breytast og ný verða til. Góð þjálfun og kunnátta í samskiptum við gervigreind og lipur spurnafimi (e.prompting) mun skilar betri niðurstöðum og árangri.

Menning og stefnumótun

Fyrirtækjamenning þarf að aðlagast framþróun gervigreindar og stefna þarf að styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins. Gervigreind mun vinna hratt margt af því sem áður tók lengri tíma og því þarf að skoða vel í hverju verðmætasköpun starfsfólks liggur. Viðskiptavinir og keppinautar eru að taka upp gervigreind, svo jafnvel þarf að endurhugsa tekjumódelin.

Þegar öllu er á botninn hvolft

Áðurgreindir þættir eru grundvallaratriði fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ætla að nýta gervigreind á árangursríkan og ábyrgan hátt. Staðfastur undirbúningur og skynsamleg stefnumótun eru lykilatriði. Þrátt fyrir hraða þróun tækninnar höfum við enn möguleika á að stjórna notkun hennar og hvernig hún er innleidd. Eru stjórnendur tilbúnir að takast á við ábyrgðina sem fylgir þessari áhrifaríku tækni? Þróun og innleiðing án eftirlits getur skapað ófyrirsjáanlega rekstraráhættu, svo ekki láta þetta tækifæri ganga laust.

Höfundur er rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi hjá KPMG.