Hrafnarnir flögruðu yfir höfuðborgarsvæðið af gömlum vana á þjóðhátíðardaginn.

Hrafnarnir flögruðu yfir höfuðborgarsvæðið af gömlum vana á þjóðhátíðardaginn.

Virðist þeim að ágæt verkaskipting sé komin milli byggðarfélaga vegna  hátíðarhaldanna. Þannig virðist lögreglan, helstu ráðamenn og reiða fólkið fyrst og fremst safnast á Austurvelli á meðan að grillpabbarnir og fjölskyldur þeirra halda sig á Rútstúninu í Kópavogi og í Hafnarfirði. Öryggisgæslan á Austurvelli var slík að mótmælendur sáu hvorki Bjarna Benediktsson eða Ebbu Katrínu Finnsdóttir fjallkonu.

Vafalaust var það ekki til þess að minnka reiði Margrétar Kristínar Blöndal sem var þarna að mótmæla með félögum sínum. En grillpabbarnir eru ekki bara í nágrannabækarfélögunum. Nokkrir þeirra fögnuðu þjóðhátíðardeginum vestur í bæ. Hröfnunum sýndist sá fögnuður fara fram með rólegasta móti en það kemur ekki óvart miðað við hvernig stemmningin hefur verið í Frostaskjólinu undanfarin ár.

Huginn og Muninn eru einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 19. júní.