Það ætti engum að dyljast að það er mikið svigrúm til hagræðingar í rekstri ríkisins. Yfirleitt virðast stjórnvöld því miður trúa því að lausnin við útblæstri hins opinbera felist í auknum skattahækkunum. Nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu eru staðfesting á slíkum hugmyndum. Betur færi á að nýta sóknarfæri í tiltekt á útgjaldahliðinni og að hækka ekki skatta fyrr en slík tiltektarúrræði hafi verið fullnýtt.

Áform umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um sameiningar stofnana undir ráðuneytinu eru gott dæmi um slíka tiltekt á útgjaldahlið. Sameina á tíu stofnanir í þrjár og gert er ráð fyrir að minnsta kosti 650 milljóna króna hagræðingu á ári við sameininguna. Þá er einnig jákvætt að fyrir liggi frumvörp um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í eina stofnun, sem og um sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs.

Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni Íslands. Samtök atvinnulífsins hafa lengi bent á nytsemi sameininga enda má færa sterk rök fyrir sameiningu stofnana þegar um er að ræða svið atvinnulífsins þar sem virk samkeppni er þegar komin á.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði