Þegar ég sat í borgarstjórn urðu borgarstjóri og fleiri borgarfulltrúar fyrir hótunum og eignaspjöllum. Meðal annars var skotið á einkabíl borgarstjóra. Þá voru fengnir öryggisverðir á borgarstjórnarfundi og eftirlit hert til muna. Auk þess þótti ekki öruggt fyrir borgarfulltrúa að yfirgefa ráðhúsið eftir einn fundinn og fengu þeir því fylgd. Píratar, sem voru í meirihluta, gerðu engar athugasemdir við þetta, enda alvarleg aðför að lýðræðinu að kjörnir fulltrúar upplifi sig ekki örugga vegna starfs síns.

Þegar ég sat í borgarstjórn urðu borgarstjóri og fleiri borgarfulltrúar fyrir hótunum og eignaspjöllum. Meðal annars var skotið á einkabíl borgarstjóra. Þá voru fengnir öryggisverðir á borgarstjórnarfundi og eftirlit hert til muna. Auk þess þótti ekki öruggt fyrir borgarfulltrúa að yfirgefa ráðhúsið eftir einn fundinn og fengu þeir því fylgd. Píratar, sem voru í meirihluta, gerðu engar athugasemdir við þetta, enda alvarleg aðför að lýðræðinu að kjörnir fulltrúar upplifi sig ekki örugga vegna starfs síns.

Þáverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að borgarstjóri gæti sjálfum sér um kennt að verða fyrir þessu. Fráleit orð frá honum, enda lýstu flestir yfir vanþóknun á þeim og var hann eðlilega tekinn úr trúnaðarstörfum sem hann sinnti fyrir flokkinn.

Nokkrum árum síðar eru öryggisverðir í Alþingishúsinu til að tryggja öryggi forsætisráðherra. Eitthvað hlýtur að hafa gengið á til að ríkislögreglustjóri leggi til þessa auknu öryggisgæslu. Píratar aftur á móti fara nú mikinn og mótmæla.

Borgarfulltrúi Pírata skrifaði á Facebook í umræðum um málið: „Það væri líka hægt að sjá hvort þetta skánaði ekki með öðrum forsætisráðherra.“ Það er enginn eðlismunur á því sem borgarfulltrúi Pírata segir nú og því sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá. Enginn hefur þó risið upp og fordæmt þessi orð, enda eru Píratar og Samfylkingin gott fólk sem má ekki verða fyrir hótunum, en Sjálfstæðismenn vondir, í huga sama hóps, og réttlætanlegt að hóta þeim lífláti, eignaspjöllum og öðrum viðbjóði.

Heift í garð andstæðinga í stjórnmálum er í þessum tilfellum slík að þeim sem verða fyrir hótunum er kennt um (victim blaming), frekar en að horfa á stóru myndina og fordæma hótanir og ofbeldi í garð kjörinna fulltrúa. Sama hvaða flokki þeir kunni að tilheyra.

Höfundur er hugbúnaðarverkfræðingur.