María Rut Kristinsdóttir, hinn skeleggi þingmaður Viðreisnar, var gestur þeirra Andrésar Jónssonar og Þórhalls Gunnarssonar í hlaðvarpinu Bakherberginu í vikunni.

Þáttastjórnendur hafa verið duglegir að fá til sín gesti til að ræða hagræðingartillögur stjórnvalda sem þeir félagar virðast telja stærstu pólitísku tíðindi síðari tíma. Hvað um það. Maríu Rut var tíðrætt um heimabankakvíðann og heimilisbókhaldið. Þetta þótti hröfnunum skrýtið þar sem að þingmenn eru ágætlega launaðir og ætla má að María sé með um tæpar tvær milljónir á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir eiginkona Maríu er svo aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og er með hátt í aðra milljón á mánuði.

Hrafnarnir velta þó fyrir sér hvort að þeir stjórnmálamenn sem ná hvorki að vera á sambærilegum launum og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og einn mikilvægasti Íslendingur samtímans, né ráða yfir tíu milljóna króna neyðarsjóð eins og Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, fyllist hreinlega bara kvíða

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birist fyrst í blaðinu sem kom út 12. mars 2025.