Litla ísöldin er tímabil sem hófst snemma á 14. öld og stóð fram til loka 19. aldar. Á þessu tímaskeiði var hrollkalt á norðurhveli jarðar. Litla ísöldin hafði mikil áhrif á auðlindanýtingu mannkyns. Matur var af meira skornum skammti en í dag. Mannfólkið gekk hratt á skóglendi Evrópu til að afla sér eldsneytis og til að halda á sér hita.

Þegar Ísland var numið var töluvert hlýrra á norðurhveli jarðar en er í dag. Vatnajökull var ekki sjónarsvipur miðað við í dag, sem og Grænlandsjökull. Skógur stóð milli fjalls og fjöru. Víkingar gátu safnað mat með því að yrkja jörð og salta kjöt. Þeir notuðu timbur til að knýja frumstæðan tæknibúnað, sem og til hitunar og húsbygginga. Þetta gerði það að verkum að hægt var að búa á nyrst á jörðu.

Amaroq framleiðir, rannsakar og leitar að gulli, kopar, nikkel og öðrum sjaldgæfum málmum (e. rare earth elements, REE). Amaroq hyggst reka öflugt, norrænt fyrirtæki sem rannsakar og framleiðir gull og aðra málma, sem nauðsynlegir eru fyrir orkuskiptin.

Nauðsynlegt er að Vesturlönd gefi þessum mörkuðum meiri gaum. Grænland er að mestu ósnortið þegar kemur að vinnslu málma. Þess vegna er áhugi fjárfesta mikill. Amaroq hefur tök á að byggja upp okkar eigin innviði og eigin orku.

Nánar er fjallað um málið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem kemur út mánudaginn 30. desember. Blaðið verður birt á vefnum fyrir áskrifendur klukkan 19.30, sunnudaginn 29. desember.