Hrafnarnir sjá að för Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefur markað djúp spor á sálarlíf hennar. Þannig birti hún á Facebook um helgina heimspekilega færslu þar sem meðal annars minnt á félagslegur jöfnuður milli heimshluta, staða kynjanna og unga fólksins sé hluti af loftlagsmálunum. Með færslunni birtir svo Svandís mynd af glæsilegum sundlaugargarði Domina Coral Bay en það er fimm stjörnu hótel sem á þriðja tug fulltrúa íslenska ríkisins gistu á meðan barist var fyrir samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda.
Hröfnunum kemur ekki á óvart heimspekilegar vangaveltur ráðherrans en Domina Coral Bay mun vera sérlega ákjósanlegt hótel fyrir íslenska embættismenn með loftlagskvíða sem þurfa að jafna sig á flugviskubiti eftir langt ferðalag.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði