Val fréttastofu Ríkisútvarpsins á álitsgjöfum kemur stundum á óvart, en það kemur ekki síður á óvart hvernig álitsgjafarnir eru kynntir til sögunnar.
* * *
Tvívegis á undanförnum vikum hefur fréttastofan fengið Eirík Bergmann Einarsson til að tjá sig um þjóðmál.
* * *
Í fyrra skiptið var umfjöllunarefnið viðræðuslitin við Evrópusambandið og Eiríkur Bergmann kynntur sem prófessor í stjórnmálafræði. Þá er aðeins hálf sagan sögð.
* * *
Staðreyndin er sú að Eiríkur Bergmann er fyrrverandi starfsmaður Evrópusambandsins og félagi og fyrrum stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, sem hafa það að markmiði að Ísland gangi í Evrópusambandið.
* * *
Í hitt skiptið fékk Bogi Ágústsson Eirík Bergmann í beina útsendingu föstudagskvöldið 20 mars vegna formannskjörs í Samfylkingunni. Bogi kynnti hann á eftirfarandi hátt á 17 mínutu fréttatímans : „En hingað er kominn Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.“
* * *
Eiríkur Bergmann hefur verið virkur þáttakandi í Samfylkingunni lengi og var varaþingmaður flokksins á árunum 2003-2007.
* * *
Tý er með þessu ekki að segja að útiloka eigi Eirík Bergmann úr hópi álitsgjafa. Þvert á móti er Eiríkur einmitt vel að sér um innanbúðarmál í Samfylkingunni og er skeleggur í frásögn sinni.
* * *
Hæpnara er hins vegar að óska eftir áliti hans um lagatúlkun á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins um endalok viðræðna við Evrópusambandið. Í raun fráleitt.
* * *
Mikilvægast er þó að fréttastofa Ríkisútvarpsins upplýsi áhorfendur og hlustendur um möguleg hagsmunatengsl álitsgjafanna og þannig að þeir geti sjálfir metið álitið í því ljósi.
Félagarnir Össur Skarphéðinsson og Eiríkur Bergmann í teiti sem haldið var vegna útgáfu á bók Eiríks, Iceland and the international financial crisis: Boom, Bust and Recovery , snemma árs 2014.