Kosningarnar í Bretlandi eru fólki enn ofarlega í huga þar í landi, en bæði stuðningsmenn Verkamannaflokksins og Evrópusambandssinnar hafa reynt að finna skýringar á ósigrinum (svona aðrar en að meirihluti kjósenda hafi hafnað þeim).
Meðal þess, sem tínt er til, er að Íhaldsflokkurinn hafi beitt villandi áróðri og sent út á félagsmiðlum af miklum móð, en þá er vísað til skýrslu sem stofnunin First Draft News birti skömmu fyrir kosningar. Þar var fullyrt að 88% auglýsinga Íhaldsflokksins en engar auglýsingar Verkamannaflokksins hefðu reynst villandi, en jafnframt var rakið að Íhaldið hefði birt 6.749 auglýsingar á þeim fjórum dögum, sem rannsóknin náði til, en Verkamannaflokkurinn aðeins 30!
Gallinn er sá að þessi skýrsla var tóm tjara. Falsfréttir.
Fjöldi auglýsinga flokkanna tveggja var nánast hinn sami, um 30 talsins, en munurinn sá að Íhaldsmenn sérsniðu sumar eftir kjördæmunum 650 með því að skeyta nafni viðkomandi frambjóðanda inn á. Sjálfar auglýsingarnar voru ekki heldur villandi, en skýrsluhöfundur skoðaði vefslóðirnar, sem þær bentu á, og mat hvort honum fyndust stefnumiðin og rökstuðningurinn þar og á undirsíðum merkilegur.
Margfaldaði svo með þessum villandi auglýsingafjölda og fékk út þessar afar ósannfærandi prósentutölur um 88% og 0%, sem hefðu átt að vekja grunsemdir hjá blaðamönnum, ekki síst eftir að fyrirtækið Full Facts, sem aflaði grunngagnanna, hafnaði niðurstöðum First Draft News. Samt virtist enginn fjölmiðill kanna aðferðafræðina eða leiðrétta þvæluna. Það kom í hlut árvökuls bloggara sem hafði lítið að gera yfir jólin.
***
Fyrrnefndar kosningar hafa haft fleiri afleiðingar í Bretlandi, því í kosningabaráttunni bar talsvert á kvörtunum yfir því að ýmsir fréttamenn breska ríkisútvarpsins BBC hefðu ekki gætt hlutleysis sem skildi. Í einhverjum tilvikum ræddi þar um eiginlegan fréttaflutning, en fyrst og fremst voru það þó skilaboð fréttamanna á félagsmiðlum, sem menn lyftu brúnum yfir. Hjá BBC gildir rík hlutleysisskylda hjá fréttamönnum, sem nær ekki aðeins til frétta þeirra, heldur opinberra yfirlýsinga hverskonar.
Af þessu tilefni hafa sumir helstu fréttamenn BBC verið kallaðir á teppið síðustu daga, þar sem þeir hafa verið áminntir um skyldur þeirra að þessu leyti, en einnig hlotið leiðbeiningu um hversu langt sé rétt að ganga á félagsmiðlum. Og jafnframt hvenær, því margt bendir til þess að oft sé það kapp og flýtir, sem valdi því að þeir hafi sent út óviðeigandi yfirlýsingar.
Hér er úr vöndu að ráða. Auðvitað á ekki að mýla fréttamenn, en þeim ber einnig að sinna starfsskyldum um hlutleysi. Á félagsmiðli eins og Twitter skiptir miklu máli að vera fyrstur og fólk er líklegra til þess að líka við og deila stóryrtum færslum, sem vitaskuld býður hættunni heim, sér í lagi þegar fólki er heitt í hamsi um pólitíkina. Enn síður ættu þeir að blanda sér í illdeilur á félagsmiðlum, sem oft verða mjög hatrammar eins og hendi sé veifað.
En það er þetta með málfrelsið. Eiga blaðamenn ekki að mega segja það sem þeim býr í brjósti? Jú, auðvitað eiga þeir ekki að njóta minna málfrelsis en aðrir. Á móti má nefna að fæst okkar segja allt það sem við kunnum að hugsa með opinberum hætti og eins er það svo með sumar starfsstéttir að þær hafa ýmsar sérstakar skyldur, utan vinnutíma líka. Þegar blaðamaður kemur í útvarpsþátt, heldur ræðu á bekkjarmóti, nú eða tístir á Twitter, þá er hann vissulega að mæla með eigin röddu, en hann er eftir sem áður tengdur fjölmiðlinum og það sem hann hefur að segja um það, sem efst er á baugi, það tengja menn vitaskuld störfum hans.
Svo er ekki sama hvernig það er gert. Blaðamenn geta vel haft skoðanir, dregið ályktanir eða komið með eigin skýringar á fréttum, haft einhverju við að bæta sem ekki slapp í hinar eiginlegu fréttir, sett hlutina í samhengi og þar fram eftir götum. En það verða þeir eftir sem áður að gera af sanngirni, hlutlægni og hófsemd. Sleggjudómar og fordæmingar eiga þar ekki við, hvað þá að menn séu að stilla sér upp í lið í afstöðu til einhverra fréttamála. Því geri menn það, hvernig á almenningur þá að geta treyst fréttum þeirra um sömu efni?
***
Það þarf svo sem ekki að leita út fyrir landsteinana um þetta. Margir innlendir fjölmiðlamenn taka dyggan þátt í þjarkinu á félagsmiðlum, oftast sennilega um fréttir. Flestir gera þeir það af þeirri hófsemd, háttvísi og heiðarleika, sem ætlast má til.
En það eru líka dæmi um að menn sleppi sér í stöku hitamálum. Nú eða hin vanstillta færsla Eiríks Guðmundssonar á RÚV um að ef einhver sjálfstæðismaður yrði ráðinn útvarpsstjóri þá yrði bylting. „Það er ekki bara hótun, heldur loforð.“ — Sem sagt ofbeldi heitið nema einhver pólitískt þóknanlegur Eiríki verður ráðinn yfirmaður hins öldungis ópólitíska ríkisútvarps!
Þetta var auðvitað galið og raunar furðulegt að ekkert hafi frekar heyrst frá RÚV um þessa ofbeldishótun. Ekki þó síður sérkennilegt í ljósi þess að um árið þurfti að grípa til sérstakra ráðstafana eftir að Eiríkur misnotaði útvarpsþáttinn Víðsjá — þátt fyrir áhugafólk um listir og menningu — til þess að flytja rammpólitíska pistla um eigin skoðanir.
Samherjamálið er mönnum enn í fersku minni og þar hefur framganga Helga Seljan vakið mesta athygli, ef ekki aðdáun. Hins vegar má einmitt setja spurningamerki við framgöngu hans á félagsmiðlum í framhaldinu. Þar er hann vart í hlutverki fréttamanns lengur, heldur hefur hann stillt sér upp andspænis forsvarsmönnum Samherja, svona nánast eins og hann eigi aðild að málinu. Það gengur ekki.
Nú hafa Samherjamenn deilt á eitt og annað í fréttaflutningnum og sjálfsagt mismikil efni í, án þess að hér verði nokkur efnisleg afstaða tekin til þess alls. En hafi fréttunum verið í einhverju ábótavant, nú þá er bara að leiðrétta það, en hitt má rökstyðja og sjálfsagt að Ríkisútvarpið árétti það. En það á ekki að gerast í persónulegum færslum Helga á félagsmiðlum, hvað þá með því að hann sé að senda Samherjamönnum tóninn. (Í því samhengi skiptir auðvitað einnig máli þáttur Helga í upphafi Seðlabankamála Samherja.)
Það er alls ekki útilokað að fleiri fréttir kunni að felast í Samherjamálinu, flókið og langvinnt sem það var, en hvernig getur almenningur treyst Helga til þess að fjalla um það af sanngirni, þegar hann stendur nú uppi sem sérstakur andstæðingur Samherjamanna í opinberri umræðu? Þátttakandi en ekki fréttamaður. Sem einnig veikir trúverðugleika RÚV í málinu. Algerlega að óþörfu.
***
Þetta ætti auðvitað ekki að þurfa að ræða neitt, Ríkisútvarpið og starfsmenn þess hafa frá öndverðu verið bundin hlutleysisskyldu að lögum. Á þessu var raunar hnykkt í sérstökum siðareglum RÚV, sem settar voru fyrir fjórum árum:
Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.
[…]
Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.
Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.
Það er rétt að vekja sérstaka athygli á ákvæðinu um að fréttaog dagskrárgerðarmenn RÚV taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála, en þar eru félagsmiðlarnir sérstaklega nefndir. Þetta virða langflestir starfsmenn RÚV, en ekki allir og auðvitað eru það þeir, sem menn taka eftir. Þeir, sem ekki virða lög um RÚV eða siðareglur starfsmanna þess.
Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það. En um leið eru þeir þá einnig að gerast sekir um að fara ekki að lögum og brjóta siðareglurnar.
Kosningarnar í Bretlandi eru fólki enn ofarlega í huga þar í landi, en bæði stuðningsmenn Verkamannaflokksins og Evrópusambandssinnar hafa reynt að finna skýringar á ósigrinum (svona aðrar en að meirihluti kjósenda hafi hafnað þeim).
Meðal þess, sem tínt er til, er að Íhaldsflokkurinn hafi beitt villandi áróðri og sent út á félagsmiðlum af miklum móð, en þá er vísað til skýrslu sem stofnunin First Draft News birti skömmu fyrir kosningar. Þar var fullyrt að 88% auglýsinga Íhaldsflokksins en engar auglýsingar Verkamannaflokksins hefðu reynst villandi, en jafnframt var rakið að Íhaldið hefði birt 6.749 auglýsingar á þeim fjórum dögum, sem rannsóknin náði til, en Verkamannaflokkurinn aðeins 30!
Gallinn er sá að þessi skýrsla var tóm tjara. Falsfréttir.
Fjöldi auglýsinga flokkanna tveggja var nánast hinn sami, um 30 talsins, en munurinn sá að Íhaldsmenn sérsniðu sumar eftir kjördæmunum 650 með því að skeyta nafni viðkomandi frambjóðanda inn á. Sjálfar auglýsingarnar voru ekki heldur villandi, en skýrsluhöfundur skoðaði vefslóðirnar, sem þær bentu á, og mat hvort honum fyndust stefnumiðin og rökstuðningurinn þar og á undirsíðum merkilegur.
Margfaldaði svo með þessum villandi auglýsingafjölda og fékk út þessar afar ósannfærandi prósentutölur um 88% og 0%, sem hefðu átt að vekja grunsemdir hjá blaðamönnum, ekki síst eftir að fyrirtækið Full Facts, sem aflaði grunngagnanna, hafnaði niðurstöðum First Draft News. Samt virtist enginn fjölmiðill kanna aðferðafræðina eða leiðrétta þvæluna. Það kom í hlut árvökuls bloggara sem hafði lítið að gera yfir jólin.
***
Fyrrnefndar kosningar hafa haft fleiri afleiðingar í Bretlandi, því í kosningabaráttunni bar talsvert á kvörtunum yfir því að ýmsir fréttamenn breska ríkisútvarpsins BBC hefðu ekki gætt hlutleysis sem skildi. Í einhverjum tilvikum ræddi þar um eiginlegan fréttaflutning, en fyrst og fremst voru það þó skilaboð fréttamanna á félagsmiðlum, sem menn lyftu brúnum yfir. Hjá BBC gildir rík hlutleysisskylda hjá fréttamönnum, sem nær ekki aðeins til frétta þeirra, heldur opinberra yfirlýsinga hverskonar.
Af þessu tilefni hafa sumir helstu fréttamenn BBC verið kallaðir á teppið síðustu daga, þar sem þeir hafa verið áminntir um skyldur þeirra að þessu leyti, en einnig hlotið leiðbeiningu um hversu langt sé rétt að ganga á félagsmiðlum. Og jafnframt hvenær, því margt bendir til þess að oft sé það kapp og flýtir, sem valdi því að þeir hafi sent út óviðeigandi yfirlýsingar.
Hér er úr vöndu að ráða. Auðvitað á ekki að mýla fréttamenn, en þeim ber einnig að sinna starfsskyldum um hlutleysi. Á félagsmiðli eins og Twitter skiptir miklu máli að vera fyrstur og fólk er líklegra til þess að líka við og deila stóryrtum færslum, sem vitaskuld býður hættunni heim, sér í lagi þegar fólki er heitt í hamsi um pólitíkina. Enn síður ættu þeir að blanda sér í illdeilur á félagsmiðlum, sem oft verða mjög hatrammar eins og hendi sé veifað.
En það er þetta með málfrelsið. Eiga blaðamenn ekki að mega segja það sem þeim býr í brjósti? Jú, auðvitað eiga þeir ekki að njóta minna málfrelsis en aðrir. Á móti má nefna að fæst okkar segja allt það sem við kunnum að hugsa með opinberum hætti og eins er það svo með sumar starfsstéttir að þær hafa ýmsar sérstakar skyldur, utan vinnutíma líka. Þegar blaðamaður kemur í útvarpsþátt, heldur ræðu á bekkjarmóti, nú eða tístir á Twitter, þá er hann vissulega að mæla með eigin röddu, en hann er eftir sem áður tengdur fjölmiðlinum og það sem hann hefur að segja um það, sem efst er á baugi, það tengja menn vitaskuld störfum hans.
Svo er ekki sama hvernig það er gert. Blaðamenn geta vel haft skoðanir, dregið ályktanir eða komið með eigin skýringar á fréttum, haft einhverju við að bæta sem ekki slapp í hinar eiginlegu fréttir, sett hlutina í samhengi og þar fram eftir götum. En það verða þeir eftir sem áður að gera af sanngirni, hlutlægni og hófsemd. Sleggjudómar og fordæmingar eiga þar ekki við, hvað þá að menn séu að stilla sér upp í lið í afstöðu til einhverra fréttamála. Því geri menn það, hvernig á almenningur þá að geta treyst fréttum þeirra um sömu efni?
***
Það þarf svo sem ekki að leita út fyrir landsteinana um þetta. Margir innlendir fjölmiðlamenn taka dyggan þátt í þjarkinu á félagsmiðlum, oftast sennilega um fréttir. Flestir gera þeir það af þeirri hófsemd, háttvísi og heiðarleika, sem ætlast má til.
En það eru líka dæmi um að menn sleppi sér í stöku hitamálum. Nú eða hin vanstillta færsla Eiríks Guðmundssonar á RÚV um að ef einhver sjálfstæðismaður yrði ráðinn útvarpsstjóri þá yrði bylting. „Það er ekki bara hótun, heldur loforð.“ — Sem sagt ofbeldi heitið nema einhver pólitískt þóknanlegur Eiríki verður ráðinn yfirmaður hins öldungis ópólitíska ríkisútvarps!
Þetta var auðvitað galið og raunar furðulegt að ekkert hafi frekar heyrst frá RÚV um þessa ofbeldishótun. Ekki þó síður sérkennilegt í ljósi þess að um árið þurfti að grípa til sérstakra ráðstafana eftir að Eiríkur misnotaði útvarpsþáttinn Víðsjá — þátt fyrir áhugafólk um listir og menningu — til þess að flytja rammpólitíska pistla um eigin skoðanir.
Samherjamálið er mönnum enn í fersku minni og þar hefur framganga Helga Seljan vakið mesta athygli, ef ekki aðdáun. Hins vegar má einmitt setja spurningamerki við framgöngu hans á félagsmiðlum í framhaldinu. Þar er hann vart í hlutverki fréttamanns lengur, heldur hefur hann stillt sér upp andspænis forsvarsmönnum Samherja, svona nánast eins og hann eigi aðild að málinu. Það gengur ekki.
Nú hafa Samherjamenn deilt á eitt og annað í fréttaflutningnum og sjálfsagt mismikil efni í, án þess að hér verði nokkur efnisleg afstaða tekin til þess alls. En hafi fréttunum verið í einhverju ábótavant, nú þá er bara að leiðrétta það, en hitt má rökstyðja og sjálfsagt að Ríkisútvarpið árétti það. En það á ekki að gerast í persónulegum færslum Helga á félagsmiðlum, hvað þá með því að hann sé að senda Samherjamönnum tóninn. (Í því samhengi skiptir auðvitað einnig máli þáttur Helga í upphafi Seðlabankamála Samherja.)
Það er alls ekki útilokað að fleiri fréttir kunni að felast í Samherjamálinu, flókið og langvinnt sem það var, en hvernig getur almenningur treyst Helga til þess að fjalla um það af sanngirni, þegar hann stendur nú uppi sem sérstakur andstæðingur Samherjamanna í opinberri umræðu? Þátttakandi en ekki fréttamaður. Sem einnig veikir trúverðugleika RÚV í málinu. Algerlega að óþörfu.
***
Þetta ætti auðvitað ekki að þurfa að ræða neitt, Ríkisútvarpið og starfsmenn þess hafa frá öndverðu verið bundin hlutleysisskyldu að lögum. Á þessu var raunar hnykkt í sérstökum siðareglum RÚV, sem settar voru fyrir fjórum árum:
Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.
[…]
Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.
Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.
Það er rétt að vekja sérstaka athygli á ákvæðinu um að fréttaog dagskrárgerðarmenn RÚV taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála, en þar eru félagsmiðlarnir sérstaklega nefndir. Þetta virða langflestir starfsmenn RÚV, en ekki allir og auðvitað eru það þeir, sem menn taka eftir. Þeir, sem ekki virða lög um RÚV eða siðareglur starfsmanna þess.
Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það. En um leið eru þeir þá einnig að gerast sekir um að fara ekki að lögum og brjóta siðareglurnar.