Hrafnarnir heyra að farið sé að renna tvær grímur á Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi og efasemdir séu uppi um að sameining flokksins við Höllu Hrund Logadóttir hafi verið góð hugmynd.

Að minnsta kosti virðast flokksmenn hafi stórlega ofmetið fjölda „gangnamanna á Austur-Síðuafrétti“ og ekki er útlit fyrir að Halla Hrund muni taka Sigurð Inga Jóhannsson formann flokksins sem er í öðru sæti í kjördæminu. Hrafnarnir heyra að aðgerðarleysi Höllu í embætti orkumálastjóra sé ekki að hjálpa í þessum efnum. Vestmanneyingar eru minnugir um dráttinn sem varð á því að fyrirtækið Laxey fengi leyfi til bora eftir vatni vegna uppbyggingar á landeldi. Leyfisbeiðnin var hjá Orkustofnun í ár og fékkst ekki fyrr en að Halla fór í leyfi vegna forsetaframboðs.

Þá grunar hrafnana að Unnur Brá Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar orkumálaráðherra, tali fyrir marga Sunnlendinga en hún sendi Höllu væna sneið á samfélagsmiðlum um helgina: „Það sem stóð fyrr­um orku­mála­stjóra helst fyr­ir þrif­um í sínu fyrra embætti var megn andstaða henn­ar við aukna orku­öfl­un í land­inu og skiln­ings- eða skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart hlut­verki sínu, lög­um og stjórn­sýslu­regl­um eins og dæm­in sanna.“

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í blaðinu sem kom út 27. nóvember 2024.