Óhætt er að segja að metafkoma álvera á Íslandi séu mikil innspýting fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki síst núna, þegar kreppir að í löndunum í kringum okkur og við erum að stíga upp úr heimsfaraldri.
Fram kom á ársfundi Samáls í gær að útflutningsverðmæti vegna álframleiðslu náðu nýjum hæðum í fyrra og námu hátt í 300 milljörðum eða um fjórðungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Þá hefur innlendur kostnaður álvera aldrei verið hærri eða um 123 milljarðar. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst hærra álverð, sem er til komið vegna umframeftirspurnar áls á heimsvísu. Spilar þar inn í óvissa á mörkuðum, en mestu munar um að álið er hluti af lausninni í loftslagsmálum – léttur og sterkur málmur sem léttir bílaflotann og dregur þannig úr losun, auk þess að vera mikilvægt í uppbyggingu nýrra endurnýjanlegra orkukosta og lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði