Nánast hvert sem er litið í miðborginni má sjá monthallir sem kosta tugi milljarða rísa fyrir skattfé almennings. Landsbankinn og utanríkisráðuneytið koma sér nú fyrir í göngufjarlægð frá Bæjarins bestu og á sömu slóðum eru stórframkvæmdir við Seðlabankinn og nýjar skrifstofur Alþingis.

***

Þetta eru framkvæmdir sem eiga sér stað á sama tíma og halli fjárlaga mælist um fimm prósent af landsframleiðslu og engar áhyggjur sjást meðal þingmanna allra flokka um að ríkisstjórnin þurfi að koma böndum á óstjórn ríkisfjármála. Hugsanlega breytist það þegar Skatturinn flyst endanlega í nýjar höfuðstöðvar kenndar við Skattholt við Borgartún. Leigukostnaðurinn við það hús er að minnsta kosti til þess fallinn að auka kostnaðarvitund stjórnenda stofnunarinnar.

***

Hvað um það. Það er eins og allir séu gegnsósa af þessari hugmynd að ríkið eigi að reisa monthallir fyrir sig og stofnanir sínar. Glæsilegt birtingarform þessarar geggjuðu hugmyndar sást í yfirlýsingu sem Hollvinasamtök Þjóðskjalasafnsins sendu frá á sér á dögunum. Þar var krafist að ríkið reisi höll fyrir Þjóðskjalasafnið til þess að það gæti varðveitt rafræn skjöl til viðbótar við þau sem eru geymd með gamla laginu.

***

Með öðrum orðum er stjórn Hollvinasamtakanna sem eru skipuð valinkunnu fólki á borð við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Guðjón Friðriksson að kalla eftir því að ríkið reisi sérstaka byggingu til þess að Þjóðskjalasafnið geti geymt rafræn skjöl!

***

Fram kemur í áskoruninni að „þjóðskjala-safnið gegni lykilhlutverki í þeim stafrænu umbreytingum sem blasa við í upplýsingamálum á næstu árum. Nýtt húsnæði tryggi þannig hagfellda og örugga skjalavörslu og skjalastjórn til framtíðar.“

***

Það þarf sum sé að byggja yfir stafræna vistun gagna þó svo að hér til séu fullt af gagnaverum hér og erlendis sem gætu tekið þetta hlutverk að sér! Með þessu áframhaldi er ljóst að stafræna byltingin verði sú fermetrafrekasta í höndum íslenska ríkisins.

Týr er einn af reglulegum pistlum Viðskiptablaðsins.

Nánast hvert sem er litið í miðborginni má sjá monthallir sem kosta tugi milljarða rísa fyrir skattfé almennings. Landsbankinn og utanríkisráðuneytið koma sér nú fyrir í göngufjarlægð frá Bæjarins bestu og á sömu slóðum eru stórframkvæmdir við Seðlabankinn og nýjar skrifstofur Alþingis.

***

Þetta eru framkvæmdir sem eiga sér stað á sama tíma og halli fjárlaga mælist um fimm prósent af landsframleiðslu og engar áhyggjur sjást meðal þingmanna allra flokka um að ríkisstjórnin þurfi að koma böndum á óstjórn ríkisfjármála. Hugsanlega breytist það þegar Skatturinn flyst endanlega í nýjar höfuðstöðvar kenndar við Skattholt við Borgartún. Leigukostnaðurinn við það hús er að minnsta kosti til þess fallinn að auka kostnaðarvitund stjórnenda stofnunarinnar.

***

Hvað um það. Það er eins og allir séu gegnsósa af þessari hugmynd að ríkið eigi að reisa monthallir fyrir sig og stofnanir sínar. Glæsilegt birtingarform þessarar geggjuðu hugmyndar sást í yfirlýsingu sem Hollvinasamtök Þjóðskjalasafnsins sendu frá á sér á dögunum. Þar var krafist að ríkið reisi höll fyrir Þjóðskjalasafnið til þess að það gæti varðveitt rafræn skjöl til viðbótar við þau sem eru geymd með gamla laginu.

***

Með öðrum orðum er stjórn Hollvinasamtakanna sem eru skipuð valinkunnu fólki á borð við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Guðjón Friðriksson að kalla eftir því að ríkið reisi sérstaka byggingu til þess að Þjóðskjalasafnið geti geymt rafræn skjöl!

***

Fram kemur í áskoruninni að „þjóðskjala-safnið gegni lykilhlutverki í þeim stafrænu umbreytingum sem blasa við í upplýsingamálum á næstu árum. Nýtt húsnæði tryggi þannig hagfellda og örugga skjalavörslu og skjalastjórn til framtíðar.“

***

Það þarf sum sé að byggja yfir stafræna vistun gagna þó svo að hér til séu fullt af gagnaverum hér og erlendis sem gætu tekið þetta hlutverk að sér! Með þessu áframhaldi er ljóst að stafræna byltingin verði sú fermetrafrekasta í höndum íslenska ríkisins.

Týr er einn af reglulegum pistlum Viðskiptablaðsins.