Samtök fyrirtækja (SFS) sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að aðildarfélög samtakanna, Arctic Fish og Arnarlax, þurftu að farga um milljón eldislöxum til að lina þjáningar þeirra vegna hversu hræðilega þeir voru farnir af lúsasmiti og bakteríusýkingum. Í yfirlýsingunni kemur fram að SFS mun leggja „enn ríkari áherslu á að velferð eldisdýra verði sett í forgrunn … svo sambærilegar aðstæður komi ekki aftur upp.“
Samtök fyrirtækja (SFS) sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að aðildarfélög samtakanna, Arctic Fish og Arnarlax, þurftu að farga um milljón eldislöxum til að lina þjáningar þeirra vegna hversu hræðilega þeir voru farnir af lúsasmiti og bakteríusýkingum. Í yfirlýsingunni kemur fram að SFS mun leggja „enn ríkari áherslu á að velferð eldisdýra verði sett í forgrunn … svo sambærilegar aðstæður komi ekki aftur upp.“
Þessar manngerðu hörmungar og viðbrögðin við þeim voru tilefni baksíðupistils í Viðskiptablaðinu í síðustu viku eftir framkvæmdastjóra SFS, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur.
Veitt og sleppt
Meðal þess sem Heiðrún minnist á er sú aðferð stangveiðifólks að þyrma bráð sinni og sleppa aftur í stað þess að drepa hana. Finnst henni „erfitt að sitja undir gagnrýni um dýraníð,“ frá því fólki. Nú hefur sá sem hér skrifar aldrei veitt lax. Eini fiskurinn sem ég hef dregið á land voru tvær bleikjur sem hafðar voru í kvöldmatinn á ferðalagi um Suður-Grænland fyrir allmörgum árum. Tek ég þessi orð Heiðrúnar því ekki til mín. Mögulega er þetta einhvers konar tilraun til sjálfsskoðunar hjá framkvæmdastjóranum, sem er einmitt sjálf þekkt fyrir áhuga sinn á laxveiði?
Heiðrúnu til huggunar er hægt að vísa til rannsókna sem staðfesta að sú aðferð að veiða og sleppa laxinum, ef fiskurinn er ómeiddur, staðfesta að þetta styður eindregið við viðhald villtra stofna og sjálfbæra nýtingu þeirra.
Hvað á SFS við?
Í yfirlýsingu SFS segir að það sé markmið að setja velferð eldisdýra „í forgrunn“. Hvar dregur SFS línuna í velferðarmálum í sjókvíunum? Undanfarin tvö ár hafa um sex milljónir eldislaxa drepist í sjókvíum við Ísland, þrjár milljónir hvort ár, 2021 og 2022. Þessi tala er þegar orðin hærra á þessu ári.
Til að setja þessar tölur í samhengi þá telur villti íslenski laxastofninn um 60.000 fiska. Á hverju ári hafa því drepst um fimmtíu sinnum fleiri eldislaxar í sjókvíunum en villti stofninn telur í heild.
Við þurfum að fá beinharða tölu frá Heiðrúnu og SFS. Eru þau að tala um 5% dauðshlutfall? 10%? Eða 20% einsog það hefur verið undanfarin ár og verður enn hærra á þessu ári?
Eldislaxarnir deyja ekki friðsælum dauða, heldur vegna sára af völdum laxalúsar, bakteríusýkinga eða annarra sjúkdóma sem verða til þess að þeir kafna í kvíunum.
Orð og yfirlýsingar eru einskis virði. Það þarf skuldbindingu um að leggja af starfsemi sem fer svona með dýr.
Furðulegt er að horfa upp á SFS taka virkan þátt í að grafa undan því með hagsmunagæslu fyrir þessa óboðlegu aðferð við matvælaframleiðslu.
Til upprifjunar er gott að hafa bakvið eyrað að fulltrúar sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu fyrir fáeinum árum að laxalúsin gæti á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Raunin: Fjöldi laxalúsa í sjókvíum Arnarlax og Arctic Fish í Tálknafirði og sár af þeirra völdum á eldislaxi eru án fordæma í öllum samanburði við önnur lönd.
Merkingar á umbúðum með sýktum laxi
Neytendasamtök á Íslandi og í Noregi kröfðust þess í síðustu viku að umbúðir utanum sjókvíaeldislax verði merktar með þeim sjúkdómum sem laxinn þjáðist af fyrir slátrun. Þetta er að gefnu tilefni. Þekkt er að fyrirtækin senda eldislax sem er sýktur af ýmsum sjúkdómum á neytendamarkað. Einnig stunda þau að taka eldislax sem ber sár eftir lús eða bakteríusýkingar og setja á markað sem fiskborgara ef þau geta ekki gert úr honum flök vegna sáranna.
Gott væri að fá svör frá framkvæmdastjóra SFS við því hvaða vinnureglur eru í þessum iðnaði. Fer lax sem ber sýnilegan skaða eftir lús eða vetrarsár á neytendamarkað þegar sárin hafa verið skorin frá? Við þurfum líka að vita hvort SFS styðji að umbúðir með sýktum fiski sem fer til manneldis verði merktar með skýrum hætti?
Orðspor okkar sem sjávarútvegsþjóð er afbragðs gott. Furðulegt er að horfa upp á SFS taka virkan þátt í að grafa undan því með hagsmunagæslu fyrir þessa óboðlegu aðferð við matvælaframleiðslu.
Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.