Óðinn fjallaði á miðvikudaginn í síðustu viku um skattastefnu almannatengilsins Andrésar Jónssonar og Samfylkingarinnar.

Andrés Jónsson mætti í Þjóðmál og dögunum og staðhæfði að allir væru þeirrar skoðunar að allir greiddu svipað í launaskatt.

Óðinn var hissa í ljósi þess að vinstri menn allra flokka hafa galað um margþrepa skattkerfi, fyrst með hátekjuskatti, sem lagðist á ekki svo háar tekjur, og svo þriggja þrepa tekjuskattskerfi einstaklinga.

Pistillinn nefnist Hugsunarvilla almannatengils og Kristrúnar en áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.

Óðinn fjallaði á miðvikudaginn í síðustu viku um skattastefnu almannatengilsins Andrésar Jónssonar og Samfylkingarinnar.

Andrés Jónsson mætti í Þjóðmál og dögunum og staðhæfði að allir væru þeirrar skoðunar að allir greiddu svipað í launaskatt.

Óðinn var hissa í ljósi þess að vinstri menn allra flokka hafa galað um margþrepa skattkerfi, fyrst með hátekjuskatti, sem lagðist á ekki svo háar tekjur, og svo þriggja þrepa tekjuskattskerfi einstaklinga.

Pistillinn nefnist Hugsunarvilla almannatengils og Kristrúnar en áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.

Hvar hefur Andrés verið?

Andrés Jónsson almannatengill og framámaður í Samfylkingunni mætti í Þjóðmál hjá Gísla Frey Valdórssyni á dögunum.

Þar talaði hann fyrir hugmyndum Kristrúnar Frostadóttur um að „samræma þá sem eru með ehf [og launamanna] og hækka fyrirtækjaskatta.“

Andrés sagði:

Við viljum auðvitað hafa sanngjarnt skattkerfi og það sameini alveg fólk til vinstri, hægri og á miðjunni. Það á að vera einfalt og sanngjarnt þannig að allir séu að borga sirka svipað í launaskatt, að ég sé að borga sama vask og þú og ég sé að borga það sama fyrir sófa, tölvu og launaskatta og allt það.

Óðinn veit ekki í hvar Andrés Jónsson hefur haldið sig undanfarna tvo áratugi, en þetta er alröng lýsing á viðhorfum vinstri manna. Andrés hefði líka mátt taka fram, sem hann vafalaust meinti, að með því að tala um svipað þá væri hann að meina svipað hlutfall en ekki krónutölu.

***

Vinstri menn vilja ekki greiða sömu skatta og aðrir, þeir vilja að aðrir greiði hærri skatta. Enda er það svo í dag að sumir greiða ekkert í launaskatt meðan aðrir greiða allt að 46,25%.

Vinstristefna Samfylkingarinnar gengur hreinlega út á þetta eins og sést í stefnuskrá flokksins:

Samfylkingin vill koma á réttlátara skattkerfi á Íslandi. Í okkar augum er tilgangur skattkerfisins annars vegar að skapa svigrúm til sameiginlegra útgjalda og hins vegar að draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi. Til að hvort tveggja takist með sem minnstum tilkostnaði er mikilvægt að skattkerfið sé skilvirkt, einfalt í sniðum og auðvelt í framkvæmd.

***

Venjulegt fólk en ekki efnafólk

Stærsti misskilningur þeirra sem aðhyllast þessa stefnu er sá, að það er ekki stóreignafólk sem verður fyrir barðinu á þessari skattastefnu vinstri manna heldur meðaltekjufólk sem leggur hart að sér, fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuð sitt og sinnar fjölskyldu.

Þetta er rafvirkinn sem vinnur allar helgar til að hafa ráð á nýjum gluggum í íbúðina, til að geta farið með fjölskylduna til Tenerife eða endurnýja gamla bílinn sem er farinn að bila óþægilega oft. Þetta er fólkið sem verður fyrir barðinu á jaðarsköttum.

Það er ekki nóg með að vinir Andrésar Jónssonar vilji ekki greiða skattana heldur vilja þeir líka að aðrir greiði fyrir áhugamálin sín.

Þeir vilja ekki greiða fyrir leikhúsmiðann, miðann á sinfóníu, bókina eða blaðaáskriftina. Þetta á ríkissjóður að greiða með sköttum hinna.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.