Óðinn fjallar í Viðskiptablaðinu í dag um innrætingu í íslensku skólakerfi. Rætt er um mál Verzlunarskóla Íslands þar sem einn kennara tók upp á því að bera Adolf Hitler, Benito Mussolini og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson saman.'
Meginumfjöllunarefnið er þó kennsla í sjálfbærni í grunnskólum og breyting sem gerð var á aðalnámskrá grunnskóla árið 2011.
Áskrifendur geta lesið pistillinn í fullri lengd hér.
Liggur leiðin að sjálfbærni í samfélagslegri byltingu?
Skoðum þá nánar hvað segir í ritinu um sjálfbærni, sem kennarar eru hvattir til að hafa að leiðarljósi í allri kennslu. Feitletranir eru Óðins:
Inn í efnahagskerfi þjóðarinnar, og reyndar flestra þjóða, er innbyggt ýmiss konar óréttlæti og mismunun ekki síst gagnvart komandi kynslóðum. Það óréttlæti verður ekki upprætt nema með breytingum á verðmætamati og samfélagi, raunverulegri þróun til sjálfbærni.
Það má segja að þessi efnisgrein fangi efnislega hvernig nálgast eigi viðfangsefnið gagnvart börnum í íslenskum skólum. Í kafla um mannréttindi, hagvöxt, verðmætamat og lýðræði er fjallað sérstaklega um efnahagsmál. Á síðu 17 segir:
Margsinnis hefur verið bent á að sjálfbærni verði ekki náð nema efnahagskerfi heimsins verði bylt. Líklega er þar erfiðasti hjallinn á leið til sjálfbærni. Velsæld og hagur þjóða er metinn eftir því hvort þær búa við hagvöxt eða ekki.“
Þar er einnig að finna dæmi í yfirlitstöflu um það hvernig kennarar geti nálgast umræðu um hagvöxt.
Í töflunni kemur fram að sjálfbærir lifnaðarhættir, vönduð framleiðsla, viðhald, barnauppeldi og verðmætasköpun heimila dragi úr hagvexti. Aftur á móti stuðli hraðakstur, vanræksla, slys, sóun, náttúruhamfarir, stríð og óumhverfisvæn framleiðsla að hagvexti. Góðir siðir dragi úr hagvexti, en slæmir siðir auki hann.
Í umfjöllun um fjármálakerfi segir á síðu 27:
Hagkerfi sem gerir sífellt færra og færra fólk ríkara og ríkara og fleira og fleira fólk fátækt er ógn við lýðræði og mannréttindi.
Í kafla um jafnrétti er höggvið í sama knérunn og sagt að jafnrétti sé óhugsandi án breytts efnahagskerfis. Þar segir á síðu 35:
Ósjálfbærir lífshættir okkar, og það efnahagskerfi sem við búum við, gerir sífellt fleira fólk fátækt og venjulega er það svo að þar sem fátækt ríkir bitnar hún mest á konum og börnum.
Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, 12. janúar 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.