Eldri læknar sem hafa séð tímana tvenna hafa nokkrar áhyggjur af því hvert stefnir í málefnum sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Mörg okkar lögðu talsvert á sig með því að fara á framandi slóðir með fjölskylduna til að afla þekkingar á bestu háskólasjúkrahúsum erlendis og flytja hana heim til Íslands. Við erum jú Íslendingar og hér er gott að búa og mikilvægt að leggja sinn skerf af mörkum við að skapa gott þjóðfélag með úrvals heilbrigðisþjónustu. Við höfum líka hefð fyrir því að miðla nýrri þekkingu til yngri lækna og kenna góð vinnubrögð við rannsóknir og meðferð. Það er veigamikill þáttur í okkar hlutverki auk lækninga að kenna stúdentum og unglæknum og stunda vísindastörf. Við sem eldri erum höfum getað fylgst með þróun mála í hartnær 40 ár og sumir muna enn lengra aftur í tímann.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði