Gallup sendi Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra, skýr skilaboð í síðustu viku. Um helmingur þjóðarinnar vill ekki að Ríkisútvarpið sendi keppanda í Eurovision í vor enda myndi það þýða að fulltrúi Íslands stæði sama sviði og fulltrúi Ísraels.

En hröfnunum þykir skrýtið að Gallup spyrji eingöngu um þátttökuna í Eurovision. Knattspyrnulandsliðið mun etja kappi við Ísrael í mars í umspili um þátttöku í lokakeppni EM.

Niðurstaða slíkrar könnunar væri gott veganesti fyrir næsta formann KSÍ hvort sem það verður Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson eða Þorvaldur Örlygsson.

Hrafnarnir telja eigi að síður alla líkur á því að meirihluti Íslendinga sé andvígur að Íslendingar leiki knattspyrnuleik við Ísraela enda væri stuðningur við slíkt ágætis dæmi um hræsni.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.